« Hinir þrír myrku dagar (4)Hinir þrír myrku dagar (3) »

03.11.06

  07:33:05, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 414 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 3. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 14. 1-6

Hvíldardag nokkurn kom Jesús í hús eins af höfðingjum farísea til máltíðar, og höfðu þeir gætur á honum. Þá var þar frammi fyrir honum maður einn vatnssjúkur. Jesús tók þá til máls og sagði við lögvitringana og faríseana: „Er leyfilegt að lækna á hvíldardegi eða ekki?“ Þeir þögðu við. En hann tók á honum, læknaði hann og lét hann fara. Og Jesús mælti við þá: „Nú á einhver yðar asna eða naut, sem fellur í brunn, mun hann ekki óðara draga það upp, þótt hvíldardagur sé?“ Þeir gátu engu svarað þessu.

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Martin de Porres (1579-1639), dóminíkanabróðir frá Perú. Hugleiðing: Trúfræðslurit kaþólsku kirkjunnar § 345-349: Merking hvíldardagsins

Sabbatinn - lokin á sex daga verkinu. Hinn heilagi texti segir að „Guð lauk á hinum sjöunda degi verki sínu er hann hafði gjört”, að „þannig algjörðist himinn og jörð” og að Guð “hvíldist” á þeim degi og blessaði hann og helgaði. (1M 2. 1-3). Þessi innblásnu orð eru auðug af gagnlegri kennslu:

Í sköpuninni setti Guð grundvöllinn og stofnsetti lögmálið sem helst óbreytt og sem hinn trúaði maður getur treyst á í tiltrú því að það er tákn og heit um óhagganlega trúfesti sáttmála Guðs. Hvað manninn áhrærir verður hann að vera trúr þessum grundvelli og virða lögmálið sem skaparinn hefur letrað í hann.

Sköpunin var gerð með sabbatinn í huga og því Guði til tilbeiðslu og dýrkunar. Tilbeiðslan er letruð í tilhögun sköpunarinnar. Í reglum heilags Benedikts segir að ekkert skuli hafa forgang fram yfir “verk Guðs”, það er að segja, guðrækilega tilbeiðslu. Þetta segir til um rétta forgangsröðun mannsins. Sabbatinn er í kjarna lögmáls Ísraels. Að halda boðorðin þýðir að lifa í samræmi við speki og vilja Guðs eins og þau eru látin í ljós í sköpunarverki hans.

Hinn áttundi dagur. En fyrir okkur er nýr dagur runninn upp: dagur upprisu Krists. Sjöundi dagurinn fullnar fyrstu sköpunina. Áttundi dagurinn byrjar hina nýju sköpun.

© Bræðralag kristinna trúarkenninga

VEFRIT KARMELS:
http://tabernacleoftheheart.com/Vefrit_Karmels/Greinar%20og%20skrif/Ritningarlestrar/Inngangur/Inngangur.html

No feedback yet