« PersónanMikjálsmessa – Um kraft (dynamos) Heilags Anda »

30.09.06

  07:29:32, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 382 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 30. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 9. 34-45

Og allir undruðust stórum veldi Guðs. Þá er allir dáðu allt það, er hann gjörði, sagði hann við lærisveina sína: „Festið þessi orð í huga: ,Mannssonurinn verður framseldur í manna hendur.'" En þeir skildu ekki þessi orð, og þetta var þeim hulið, svo að þeir skynjuðu það ekki. Og þeir þorðu ekki að spyrja hann um þetta.

Í dag heiðrar kirkjan: Heilagan Hieromymus (354-420), Biblíuþýðandann. Hugleiðing dagsins:Heil. Tómas frá Akvínó (1225-1274), guðfræðingur í Dóminíkanareglunni og kirkjufræðari: „Mannssonurinn verður framseldur í manna hendur.“

Heilagur Páll segir: „En það sé fjarri mér að hrósa mér af öðru en krossi Drottins vors Jesú Krists“ (Gl 6. 14). Sjáið, segir heil. Ágústínus, þar sem hinir spöku þessarar aldar töldu að hann hefði fundið skömm, uppgötvaði Páll gersemar. Það sem öðrum virtist heimska varð honum speki (1Kor 1. 17) og nafnbót til dýrðar.

Allir öðlast sína eigin dýrð af því sem gerir þá mikla í eigin augum. Ef við teljum að einhver sé mikilmenni sökum þess að hann sé auðugur, þá miklast hann í gæðum sínum. Sá sem sér sína eigin vegsemd einungis í Jesú Krists, miklast einungis af Jesú. Þetta gilti um Pál postula: „Sjálfur lifi ég ekki framar, heldur lifir Kristur í mér“ (Gal 2. 20). Hann miklast einungis í Kristi og um fram allt af krossi Krists. Þannig safnast öll sú vegsemd sem einstaklingurinn öðlast saman í krossinum.

Það fólk er til sem miklast yfir því að öðlast vináttu við hina miklu og voldugu. Páll þarfnaðist einungis kross Krists til að finna þar augljósustu ummerkin um vináttu Guðs. Það er einmitt hér sem Guð staðfestir þá elsku sem hann ber í brjósti til okkar: „Að Kristur dó fyrir okkur meðan við vorum enn bersyndug (sjá Rm 5. 8). Ekkert opinberar elsku Krists á okkur eins og fórnardauði Krists. Heilagur Gregor [hinn mikli] hrópaði: „Ó ósegjanlegi vitnisburður elskunnar. Til að frelsa þrælinn framseldir þú Soninn.“

© Bræðralag kristinna trúarkenninga

SJÁ VEFRIT KARMELS:
http://tabernacleoftheheart.com/Vefrit_Karmels/Greinar%20og%20skrif/Ritningarlestrar/Inngangur/Inngangur.html

1 athugasemd

Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Þakka þér pistilinn frá Tómasi mínum. Vinátta Krists er ríkidæmi sem er allri annarri vináttu meira.

30.09.06 @ 11:28