« Hinir þrír myrku dagar (1)Ritningarlesturinn 29. október 2006 »

30.10.06

  07:44:18, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 506 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 30. október 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 13. 10-17

Jesús var að kenna á hvíldardegi í samkundu einni. Þar var þá kona nokkur. Í átján ár hafði hún verið haldin sjúkleiks anda og var kreppt og alls ófær að rétta sig upp. Jesús sá hana og kallaði hana til sín og sagði við hana: „Kona, þú ert laus við sjúkleik þinn!“ Þá lagði hann hendur yfir hana, og jafnskjótt réttist hún og lofaði Guð. En samkundustjórinn reiddist því, að Jesús læknaði á hvíldardegi, og mælti til fólksins: „Sex daga skal vinna, komið þá og látið lækna yður og ekki á hvíldardegi.“ Drottinn svaraði honum: „Hræsnarar, leysir ekki hver yðar á hvíldardegi naut sitt eða asna af stalli og leiðir til vatns? En þessi kona, sem er dóttir Abrahams og Satan hefur fjötrað full átján ár, mátti hún ekki leyst verða úr fjötrum þessum á hvíldardegi?“ Við þessi orð hans urðu allir mótstöðumenn hans sneyptir, en allur lýður fagnaði yfir öllum þeim dýrðarverkum, er hann gjörði.
Í dag minnist kirkjan: Heil. Alphonsus Rodriguez (1533-1617). Hugleiðing dagsins:Jóhannes Páll páfi II. Hið postullega hirðisbréf „Dies Domini,“ §24-25: Jesús læknar á hvíldardeginum: Tákn um dag hinnar nýju sköpunar

Dagur nýrrar sköpunar. Samanburður á hinum kristna sunnudegi og sýn Gamla testamentisins á hvíldardeginum glæddi guðfræðilega innsýn sem er afar áhugaverð. Einkum blasti við sjónum hið einstæða samband á milli upprisunnar og sköpunarinnar. Kristin hugmyndafræði sá óhjákvæmilega samband á milli upprisunnar sem átti sér stað á „fyrsta degi vikunnar“ við fyrsta dag hinnar alheimslegu viku (sjá 1M 1. 15) í Sköpunarsögunni. Þetta samhengi glæddi skilning á upprisunni sem upphafi nýrrar sköpunar, en frumávöxtur hennar er hinn dýrlegi Kristur, „frumburður allrar sköpunar“ (Kol 1. 15) og „frumburðurinn frá hinum dauðu“ (Kol 1. 18).

Í reynd er sunnudagurinn framar öllu öðru sá dagur sem er öðrum dögum æðri sem hvetur kristna menn til að minnast þess hjálpræðis sem þeim var gefið í skírninni og hefur endurnýjað þá í Kristi. „Þér voruð greftraðir með Kristi í skírninni, en voruð einnig uppvaktir með honum uppvaktir fyrir trúna á mátt Guðs, er vakti yður upp frá dauðum“ (Kol 2. 12. Sjá einnig Rm 6. 4-6). Helgisiðafræðin leggur áherslu á þetta skírnarinntak sunnudagsins bæði með því að fagna skírninni – rétt eins og í páskavökunni – á þeim degi vikunnar „þegar kirkjan minnist upprisu Drottins“ með því að stökkva heilögu vatni [á hina trúuðu á föstudaginn langa] sem viðeigandi yfirbót í upphafi messunnar sem er áminning um skírnina þegar kristið líf glæddist.

© Bræðralag kristinna trúarkenninga

VEFRIT KARMELS:
http://tabernacleoftheheart.com/Vefrit_Karmels/Greinar%20og%20skrif/Ritningarlestrar/Inngangur/Inngangur.html

No feedback yet