« Ritningarlesturinn 1. desember 2006Ritningarlesturinn 29. nóvember 2006 »

30.11.06

  08:04:45, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 416 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 30. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt 4. 18-22

Hann gekk með Galíleuvatni og sá tvo bræður, Símon, sem kallaður var Pétur, og Andrés, bróður hans, vera að kasta neti í vatnið, en þeir voru fiskimenn. Hann sagði við þá: „Komið og fylgið mér, og mun ég láta yður menn veiða.“ Og þegar í stað yfirgáfu þeir netin og fylgdu honum. Hann gekk áfram þaðan og sá tvo aðra bræður, Jakob Sebedeusson og Jóhannes, bróður hans. Þeir voru í bátnum með Sebedeusi, föður sínum, að búa net sín. Jesús kallaði þá, og þeir yfirgáfu jafnskjótt bátinn og föður sinn og fylgdu honum.

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Andrés postula, bróðir hl. Péturs. Hugleiðing dagsins: Heil Jóhannes Chrysostomos (um 345-407), byskup í Antiokkíu og síðar Miklagarði kirkjufræðari. Hugvekja um guðspjall heil. Jóhannesar 19, 1: Kallaðir fyrstir, fyrstu vottarnir

„Sjá, hversu fagurt og yndislegt það er, þegar bræður búa saman“ (Sl 133, 1). Eftir að Andrés hafði dvalið með Jesú (Jh 1. 39) og lært það sem honum bar, huldi hann fjársjóðinn ekki með sjálfum sér, heldur hraðaði sér til fundar við bróður sinn Símon Pétur til að deila með honum þeim fagnaðarríka boðskap sem hann hafði meðtekið. Íhugið hvað hann sagði við bróðir sinn: „Við höfum fundið Messías (Messías þýðir Kristur, hinn Smurði)“ (Jh 1. 41). Skynjið þið í þessum orðum ávöxt þess sem hann hafði numið á svona skömmum tíma? Það leiðir samtímis í ljós vald Uppfræðarans sem kenndi lærisveinum sínum og þeirra eiginn ákafa og vilja til að nema frá honum frá upphafi.

Í raun og veru leiðir ákafi Andrésar og þrá til að kunngera samstundis slík fagnaðartíðindi í ljós þá sál sem þráði að hinir fjölmörgu spádómar um Krist næðu fram að ganga. Þetta eru ummerki bróðurelsku, elskuríks skyldleika og sannan góðan vilja, að rétta fram hendina til annarra í andlegum efnum. „Við höfum fundið Messías,“ segir hann, ekki messías, heldur Messías, þann Krist sem þeir væntu.

© Bræðralag kristinna trúarkenninga
VEFRIT KARMELS:
http://tabernacleoftheheart.com/Vefrit_Karmels/Greinar%20og%20skrif/Ritningarlestrar/Inngangur/Inngangur.html

No feedback yet