« Ritningarlesturinn 1. júlí 2006Ritningarlesturinn 29. júní 2006 »

30.06.06

  08:05:26, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 382 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 30. júní 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists föstudaginn 30. júní er úr Matteusarguðspjalli 8. 1-4

1 Nú gekk Jesús niður af fjallinu, og fylgdi honum mikill mannfjöldi. 2 Þá kom til hans líkþrár maður, laut honum og sagði: „Herra, ef þú vilt, getur þú hreinsað mig.“ 3 Jesús rétti út höndina, snart hann og mælti: „Ég vil, verð þú hreinn!“ Jafnskjótt varð hann hreinn af líkþránni. 4 Jesús sagði við hann: „Gæt þess að segja þetta engum, en far þú, sýn þig prestinum, og færðu þá fórn, sem Móse bauð, þeim til vitnisburðar.“

Í dag minnist kirkjan: Fyrstu píslarvottanna í Róm
 
Hugleiðing dagsins: Símon nýguðfræðingur (um 949-1022), býsanskur guðfræðingur
30. sálmurinn.

Jesús rétti út höndina, snart hann og mælti: „Ég vil, verð þú hreinn!“

Áður en ljósið guðdómlega ljómaði,
þekkti ég ekki sjálfan mig.
Þá sá ég mig í myrkum fangaklefa,
sokkinn í kviksyndi,
hulinn saurgun, særðan og sollinn,
og féll honum til fóta sem upplýsti mig.

Og sá sem uppljómaði mig
snart fjötra mína og undir
og jafnskjótt brustu þeir
við snertingu handa hans
og ég öðlaðist græðslu meina minna.
Saurgun holdsins leið hjá
og nú samlíktist ég guðdómshönd hans.
Undur allra undra: Hold mitt, sál og líkami
öðlast hlutdeild í dýrð Guðs.

Jafnskjótt og ég var hreinn og frjáls,
stóð hann þar með framrétta hönd sína
og dróg mig upp úr kviksyndinu,
faðmaði mig og huggaði
og huldi kossaflóði (Lk 15. 20).
Hann snart öxl mína
sem var örmagna
og magnvana (sjá Lk 15. 5),
og leiddi mig úr vítisheimi mínum.
Þetta ljós ber mig á örmum sér
og dregur til enn meira ljóss.
Hér gefst mér að íhuga ummyndun mína
sem er ummyndun til veru hans (1 M 2. 7),
án allrar saurgunar.
Hann hefur gefið mér eilíft líf
og íklætt ljósklæðum óefnisleikans.
Hann hefur dregið skó mér á fætur
og skrýtt mig hring og kórónu ófallvaltleikans (sjá Lk 15. 22)

© Confraternity of Christian Doctrine.

No feedback yet