« Ég sárbæni ykkur um að hafa í ykkar hópi þá sem þarfnast gæsku ykkar. Bregðist ekki í þessu!Ritningarlesturinn 29. ágúst 2006 »

30.08.06

  06:16:02, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 399 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 30. ágúst 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt 23. 27-32

Vei yður, fræðimenn og farísear, hræsnarar! Þér líkist hvítum kölkuðum gröfum, sem sýnast fagrar utan, en innan eru fullar af dauðra manna beinum og alls kyns óþverra. Þannig eruð þér, sýnist hið ytra réttlátir í augum manna, en eruð hið innra fullir hræsni og ranglætis. Vei yður, fræðimenn og farísear, hræsnarar! Þér hlaðið upp grafir spámannanna og skreytið leiði hinna réttlátu og segið: Ef vér hefðum lifað á dögum feðra vorra, hefðum vér ekki átt hlut með þeim í lífláti spámannanna. Þannig vitnið þér sjálfir um yður, að þér eruð synir þeirra, sem myrtu spámennina. Nú skuluð þér fylla mæli feðra yðar.
Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Felix (d. 304). Hugvekja dagsins: Pistill Barnabasar (um 130), 18, 20 og 21: Snúið baki við hræsni og illsku

Vegir uppfræðslu og máttar eru tveir. Annar þeirra er vegur ljóssins, hinn vegur myrkursins. Þessir tveir vegir eru afar frábrugðnir. . . En vegur myrkrahöfðingjans er hlykkjóttur og yfir honum hvílir bölvun. Þetta er vegur eilífs dauða ásamt refsingum og á honum má finna það sem tortímir sálum mannanna: Skurðgoðadýrkun, stærilæti, sjálfsupphafningu, hræsni, tvídrægni, hórdóm, morð, rán, hroka, sviksemi, tryggðarrofa illsku, hugleysi, afneitun guðsótta, ofsóknir á góðum mönnum og sannleikshatur. Hér er ekkjunni og munaðarleysingjanum auðsýnd vanræksla, hinum snauðu engin miskunn sýn og sá aðþrengdi kúgaður. . .

Því er okkur hollt að nema tilhögun Drottins eins og vikið hefur verið að í ofannefndum skrifum og ganga til samræmis við hana. Sá sem slíkt gerir verður gjörður dýrlegur í Konungsríki Guðs. En þeir sem kjósa að gjöra hið gagnstæða munu fyrirfarast ásamt verkum sínum. Þetta er málsstaður upprisunnar og friðþægingarinnar. Ég sárbæni ykkur um að hafa í ykkar hópi þá sem þarfnast gæsku ykkar. Bregðist ekki í þessu!

© Bræðralag kristinna trúarkenninga

SJÁ VEFRIT KARMELS:
http://tabernacleoftheheart.com/Vefrit_Karmels/Greinar%20og%20skrif/Ritningarlestrar/Inngangur/Inngangur.html

No feedback yet