« Að taka þátt í hjálpræðisverki kirkjunnar fullir ákafa með hliðsjón af þörfum tímans.Hróp Krists í djúpi mannshjartans »

02.09.06

  08:04:31, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 843 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 2. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt 25. 14-30

Svo er um himnaríki sem mann, er ætlaði úr landi. Hann kallaði þjóna sína og fól þeim eigur sínar. Einum fékk hann fimm talentur, öðrum tvær og þeim þriðja eina, hverjum eftir hæfni. Síðan fór hann úr landi. Sá sem fékk fimm talentur, fór þegar, ávaxtaði þær og græddi aðrar fimm. Eins gjörði sá er tvær fékk. Hann græddi aðrar tvær. En sá sem fékk eina, fór og gróf fé húsbónda síns í jörð og faldi það. Löngu síðar kom húsbóndi þessara þjóna og lét þá gjöra skil. Sá með fimm talenturnar gekk þá fram, færði honum aðrar fimm og sagði: ,Herra, fimm talentur seldir þú mér í hendur, hér hef ég grætt aðrar fimm.' Húsbóndi hans sagði við hann: ,Gott, þú góði og trúi þjónn. Yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig. Gakk inn í fögnuð herra þíns.' Þá gekk fram sá með tvær talenturnar og mælti: ,Herra, tvær talentur seldir þú mér í hendur, hér hef ég grætt aðrar tvær.' Og húsbóndi hans sagði við hann: ,Gott, þú góði og trúi þjónn, yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig. Gakk inn í fögnuð herra þíns.' Loks kom sá er fékk eina talentu, og sagði: ,Herra, ég vissi, að þú ert maður harður, sem uppsker þar, sem þú sáðir ekki, og safnar þar, sem þú stráðir ekki. Ég var hræddur og fól talentu þína í jörð. Hér hefur þú þitt.' Og húsbóndi hans sagði við hann: ,Illi og lati þjónn, þú vissir, að ég uppsker þar, sem ég sáði ekki, og safna þar, sem ég stráði ekki. Þú áttir því að leggja fé mitt í banka. Þá hefði ég fengið það með vöxtum, þegar ég kom heim. Takið af honum talentuna, og fáið þeim, sem hefur tíu talenturnar. Því að hverjum sem hefur, mun gefið verða, og hann mun hafa gnægð, en frá þeim, sem eigi hefur, mun tekið verða jafnvel það, sem hann hefur. Rekið þennan ónýta þjón út í ystu myrkur. Þar verður grátur og gnístran tanna.'

Í dag heiðrar kirkjan: Septemberpíslarvottana (Bl. Jean Francis Burté og félaga, píslarvotta í frönsku byltingunni). Hugleiðing dagsins: Annað Vatíkanþingið Lumen gentium 31-33: Vottar náðargjafa Guðs

Í krafti köllunar sinnar leita leikmenn konungsríkis Guðs með veraldlegum verkum sínum með því að haga þeim með hliðsjón að fyrirhugun Guðs. Þeir lifa í heiminum, það er að segja í öllum veraldlegum starfsgreinum og störfum. Þeir lifa með hliðsjón af venjubundnum aðstæðum fjölskyldu- og samfélags, en það eru þessir þættir sem hafa mótandi áhrif á tilveru þeirra. Guð hefur kallað þá til þessa með því að starfa í hinum sanna anda fagnaðarerindisins að helgun sinni í þessum kringumstæðum sem súrdeig. Með þessum hætti boða þeir öðrum Krists, einkum með vitnisburði sínum í lífi sem einkennist að trú, von og kærleika. Þar sem þeir taka þátt í margvíslegustu veraldlegum störfum felst hið sérstaka hlutverk þeirra í því að haga þessum verkum og varpa ljósi á þau með það að leiðarljósi að þau grundvallist og styrkist í Kristi til að vegsama Skaparann og Endurlausnarann. . .

Trúboð leikmanna er hlutdeild í hjálpræðisverki sjálfrar kirkjunnar. Með skírn sinni og fermingu kallar Drottinn alla til slíkrar þjónustu. Auk þess að sakramentin, og einkum þó Evkaristían, miðli og næri þann kærleika til Guðs og manna sem er kjarni slíks vitnisburðar. Þannig eru leikmenn kallaðir með sérstökum hætti til að gera kirkjuna nálæga og virka á þeim stöðum og í þeim aðstæðum þar sem hún getur aðeins orðið að salti jarðar fyrir þeirra atbeina. Þannig er sérhver leikmaður samtímis vottur og lifandi verkfæri í boðun kirkjunnar í krafti þeirra náðargjafa sem honum hafa verið gefnar til samræmis við það „sem Kristur úthlutaði honum“ (Ef 4. 7). . .

Öllum leikmönnum hefur þannig verið lögð sú göfuga skylda á herðar að kunngera öllum mönnum hjálpræði hinnar guðdómlegu ráðsályktunar á hverju tímaskeiði og í öllum löndum. Megi þeim þar af leiðandi veitast margvísleg tækifæri til samræmis við hæfileika sína og með hliðsjón af þörfum tímans til að taka þátt í hjálpræðisverki kirkjunnar fullir ákafa.

© Bræðralag kristinna trúarkenninga

VEFRIT KARMELS:
http://tabernacleoftheheart.com/Vefrit_Karmels/Greinar%20og%20skrif/Ritningarlestrar/Inngangur/Inngangur.html

No feedback yet