« Harmagrátur MeymóðurinnarSyndin »

02.10.06

  07:09:34, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 452 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 2. október 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt 18. 1-5, 10

Á þeirri stundu komu lærisveinarnir til Jesú og spurðu: „Hver er mestur í himnaríki?" Hann kallaði til sín lítið barn, setti það meðal þeirra og sagði: „Sannlega segi ég yður: Nema þér snúið við og verðið eins og börn, komist þér aldrei í himnaríki. Hver sem auðmýkir sjálfan sig eins og barn þetta, sá er mestur í himnaríki. Hver sem tekur við einu slíku barni í mínu nafni, tekur við mér. Varist að forsmá nokkurn þessara smælingja. Ég segi yður, að englar þeirra á himnum sjá jafnan auglit míns himneska Föður.
Í dag heiðrar kirkjan: Hina heilögu verndarengla. Hugleiðing dagsins: Heilagur Bernhard (1091-1153), sístersíani og kirkjufræðari. 1. predikun á Mikjálsmessu: „Lofið Drottinn, þér englar hans, þér þjónar, er framkvæmið boð hans“ (Sl 103. 20-21)

Í dag fögnum við hátíð hinna heilögu engla . . . En hvað getum við þá sagt um anda englanna? Þetta er trú okkar: Við trúum því að þeir njóti nærveru og ásæisins á Guði, að þeir njóti eilífrar sælu, þeirra gæða Drottins sem „augað sá ekki og eyrað heyrði ekki og ekki kom upp í hjarta nokkurs manns“ (1Kor 2. 9). Hvað getur þá dauðlegur maður sagt um þetta við annan dauðlegan mann, sá sem er slíks ekki umkominn? . . . Það er með öllu útilokað að tala um dýrð heilagra engla í Guði, en við getum að minnsta kosti rætt um þá náð og elsku sem þeir auðsýna okkur. Þeir njóta ekki einungis ósegjanlegrar upphefðar heldur eru þeir jafnframt afar gæskuríkir og hjálpsamir . . . Ef við getum ekki borið skyn á dýrð þeirra, þá getum við umvafið miskunn þessara borgara upphimnanna, þessara prinsa paradísar sem þekkja Guð svo vel.

Sjálfur Páll postuli sem varð aðnjótandi ásæisins á hinni himnesku hirð með eigin augum og þekkti leyndardóma þeirra (2Kor 12. 2) greinir okkur frá því að allir séu englarnir „þjónustubundnir andar, útsendir í þeirra þarfir, sem hjálpræðið eiga að erfa“ (Heb 1. 14). Þið skuluð ekki halda að þetta sé með ólíkindum vegna þess að Skaparinn, sjálfur Konungur englanna „er ekki kominn til þess að láta þjóna sér, heldur til að þjóna og gefa líf sitt í lausnargjald fyrir marga“ (Mk 10. 45). Hvers vegna ætti þá nokkur engill að fyrirlíta þá þjónustu sem sá sem englarnir þjóna á himnum fullnaði af ákafa og gleði?

©Bræðralag kristinna trúarkenninga

JÁ VEFRIT KARMELS:
http://tabernacleoftheheart.com/Vefrit_Karmels/Greinar%20og%20skrif/Ritningarlestrar/Inngangur/Inngangur.html

No feedback yet