« Ritningarlesturinn 3. desember 2006Ritningarlesturinn 1. desember 2006 »

02.12.06

  07:49:11, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 324 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 2. desember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 21. 34-36

Hafið gát á sjálfum yður, að hjörtu yðar þyngist ekki við svall og drykkju né áhyggjur þessa lífs og komi svo dagur sá skyndilega yfir yður 35eins og snara. En koma mun hann yfir alla menn, sem byggja gjörvalla jörð. Vakið því allar stundir og biðjið, svo að þér megið umflýja allt þetta, sem koma á, og standast frammi fyrir Mannssyninum."
Í dag heiðrar kirkjan: Blessaðan Rafal Chyilinski (1694-1741), pólskan fransiskana. Hugleiðing dagsins: Heil. Hippolýtus frá Róm (?-um 235). Hin postullega arfleifð, 41: „Vakið því allar stundir og biðjið“

Biðjið áður en líkaminn legst til hvíldar. Og síða, um miðnæturskeiðið, skuluð þið rísa á fætur, lauga hendur ykkar og biðja. Ef eiginkonan er hjá ykkur skuluð þið biðja saman. En ef hún tilheyrir enn ekki hinum trúuðu, farið þá í annað herbergi til að biðja og gangið síðan til hvílu ykkar.

Verið ekki hirðulaus hvað áhrærir bænina. Á þessari stundu ber okkur að biðja vegna þess að öldungarnir sem færðu okkur þessa arfleifð í hendur, uppfræddu okkur um að á þessari stundu hvílist öll sköpunin eitt andartak til að vegsama Drottin. Stjörnurnar, tréin og vatnið nema staðar eitt andartak og allir kórar englanna sem þjóna Drottni vegsama hann á þessari stundu ásamt sálum réttlátra.

Drottinn ber þessu einnig vitni: „Um miðnætti kvað við hróp: ,Sjá, brúðguminn kemur, farið til móts við hann“ (Mt 25. 6). Og hann gengur út og segir: „Vakið því, þér vitið ekki daginn né stundina“ (Mt 25. 13). Þegar haninn galar að morgni og þið rísið úr rekkju, biðjið þá aftur.

© Bræðralag kristinna trúarkenninga

VEFRIT KARMELS:
http://tabernacleoftheheart.com/Vefrit_Karmels/Greinar%20og%20skrif/Ritningarlestrar/Inngangur/Inngangur.html

No feedback yet