« Ritningarlesturinn 30. nóvember 2006Ritningarlesturinn 28. nóvember 2006 »

29.11.06

  08:59:21, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 606 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 29. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 21. 12-19

En á undan öllu þessu munu menn leggja hendur á yður, ofsækja yður, færa yður fyrir samkundur og í fangelsi og draga yður fyrir konunga og landshöfðingja sakir nafns míns. Þetta veitir yður tækifæri til vitnisburðar. En festið það vel í huga að vera ekki fyrirfram að hugsa um, hvernig þér eigið að verjast, því ég mun gefa yður orð og visku, sem engir mótstöðumenn yðar fá staðið í gegn né hrakið. Jafnvel foreldrar og bræður, frændur og vinir munu framselja yður, og sumir yðar munu líflátnir. Og þér munuð hataðir af öllum vegna nafns míns, 18en ekki mun týnast eitt hár á höfði yðar. Verið þrautseigir og þér munuð ávinna sálir yðar.

Í dag heiðrar kirkjan: Jóhannes frá Monte Corvino (1247-1328), trúboða í Mongolíu og Kína. Hugleiðing dagsins:Heil. Kýpríanos (um 200-258), byskup í Karþagó og píslarvott. Ávinningur þolgæðisins, 13, 15: „Verið þrautseigir og þér munuð ávinna sálir yðar.“

Okkur til endurlausnar gaf Drottinn okkar og Meistari okkur eftirfarandi boðorð: „En sá sem staðfastur er allt til enda, mun hólpinn verða“ (Mt 10. 22). Einungis sú staðreynd að við erum kristin gerir trú okkar rótfasta í voninni. En til þess að vonin og trúin beri mikinn ávöxt er þolgæðið nauðsynlegt. Við keppum ekki eftir þeirri dýrð sem er að finna hérna niðri, heldur hinni komandi dýrð. Og Páll postuli varar okkur við: „Því að í voninni erum vér hólpnir orðnir. Von, er sést, er ekki von, því að hver vonar það, sem hann sér? En ef vér vonum það, sem vér sjáum ekki, þá bíðum vér þess með þolinmæði“ (Rm 8. 24-25).

Á öðrum staða veitir Páll hinum réttlátu þessa sömu uppfræðslu sem haga starfi sínu með þeim hætti, að gjafir Guðs beri góðan ávöxt svo að þeir afli sér mikilla fjársjóða á himnum: „Þreytumst ekki að gjöra það sem gott er, því að á sínum tíma munum vér uppskera, ef vér gefumst ekki upp. Þess vegna skulum vér, meðan tími er til“ (Gl 6. 9-10). Og þegar Páll vék að kærleikanum minntist hann á langlyndi og þolgæði: „Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp. Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langrækinn. Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sannleikanum. Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt“ (1Kor 13. 4-7).

Hann sýnir okkur þannig fram á að elskan getur staðist allt til enda vegna þess að hún umber allt. Að lokum sagði Páll svo á öðrum stað: „Verið í hvívetna lítillátir og hógværir. Verið þolinmóðir, langlyndir og umberið hver annan í kærleika. Kappkostið að varðveita einingu andans í bandi friðarins“ (Ef 4. 2-3). Þannig leiðir hann okkur fyrir sjónir að bræður geta hvorki varðveitt einingu né frið ef þeir hvetji ekki hvern annan áfram og umberi og varðveiti band friðarins með langlyndi sínu.

© Bræðralag kristinna trúarkenninga

VEFRIT KARMELS:
http://tabernacleoftheheart.com/Vefrit_Karmels/Greinar%20og%20skrif/Ritningarlestrar/Inngangur/Inngangur.html

No feedback yet