« Ritningarlesturinn 29. september 2006Hl. Vincent de Paul – postuli hinna vanræktu »

28.09.06

  07:40:05, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 486 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 28. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 9. 7-9

En Heródes fjórðungsstjóri frétti allt, sem gjörst hafði, og vissi ekki, hvað hann átti að halda, því sumir sögðu, að Jóhannes væri risinn upp frá dauðum, aðrir, að Elía væri kominn fram, enn aðrir, að einn hinna fornu spámanna væri risinn upp. Heródes sagði: "Jóhannes lét ég hálshöggva, en hver er þessi, er ég heyri þvílíkt um?" Og hann leitaði færis að sjá hann.

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Wenceslás (907?-929). Hugleiðing: Heil. Ísak sýrlendingur (7. öld), munkur í Nínive, nærri núverandi Mósúl í Írak. Andlegar umfjallanir 1, 20: Heródes vildi sjá Jesú

Hvernig getur sköpuð vera notið ásæisins á Guði? Ásæið á Guði er svo ógnvekjandi að sjálfur sagði Móse að hann hafi orðið óttasleginn og skolfið á beinunum. Þegar dýrð Guðs opinberaðist á Sínaifjalli (2M 20) huldist fjallið reyk og skókst allt til sökum áhrifamáttar opinberunarinnar. Dýrin sem komu nærri fjallshlíðunum dóu. Börn Ísraels undirbjuggu sig og hreinsuðu í þrjá daga að boði Móse til þess að verða þess umkomin að heyra raust Guðs og sjá opinberun hans. En þegar stundin var runnin upp gátu þau hvorki borið þetta ljós sjónum né staðist styrk þessarar þrumuraustar.

En núna eftir að hann kom og úthellti náð sinni yfir heimsbyggðina kom hann hvorki í jarðskjálfta eða eldi, fremur enn að kunngera sig með þrumuraust, heldur sem döggin á reyfinu (Dm 6. 37), sem vatnsdropi sem fellur mjúklega á jörðina. Hann kom til okkar í annarri mynd. Hann huldi hátign sína í blæju holdsins. Hann gerði þetta hold að ósegjanlegum fjársjóð. Hann dvaldi með okkur í þessu holdi sem hann skapaði sjálfum sér til handa í skauti hinnar lifandi Meyjar, Guðsmóðurinnar, þannig að þegar við sáum hann sem meðlim mannkynsins og meðal okkar yrðum ekki óttaslegin þegar við horfðum til hans.

Þannig hafa þeir sem huldir eru í þessum klæðum sem Skaparinn íklæddist, það er að segja í þeim sama líkama sem hann huldi sjálfan sig í íklæðst sjálfum Kristi (Gl 3. 27). Þeir vildu íklæðast hið innra með sér (Ef 3. 16) þeirri sömu auðmýkt sem Kristur opinberaði sjálfan sig í fyrir sköpun sinni og lifir í og opinberar sjálfan sig nú í fyrir þjónum sínum. Í stað skrúðklæða ytri mannvirðinga og dýrðar hafa þeir nú íklæðst þessari einu og sömu auðmýkt.

© Bræðralag kristinna trúarkenninga

SJÁ VEFRIT KARMELS:
http://tabernacleoftheheart.com/Vefrit_Karmels/Greinar%20og%20skrif/Ritningarlestrar/Inngangur/Inngangur.html

No feedback yet