« Hl. Vincent de Paul – postuli hinna vanræktuRitningarlesturinn 27. september 2006 »

27.09.06

  06:10:29, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 423 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 27. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 9. 1-6

Hann kallaði saman þá tólf og gaf þeim mátt og vald yfir öllum illum öndum og til að lækna sjúkdóma. Hann sendi þá að boða Guðs ríki og græða sjúka og sagði við þá: „Takið ekkert til ferðarinnar, hvorki staf né mal, brauð né silfur, og enginn hafi tvo kyrtla. Og hvar sem þér fáið inni, þar sé aðsetur yðar og þaðan skuluð þér leggja upp að nýju. En taki menn ekki við yður, þá farið úr borg þeirra og hristið dustið af fótum yðar til vitnisburðar gegn þeim." Þeir lögðu af stað og fóru um þorpin, fluttu fagnaðarerindið og læknuðu hvarvetna.

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Vincent de Paul (1580-1660). Hugleiðing dagsins: Jóhannes Páll páfi II. Redemptoris missio § 30: „Hann sendi þá að boða Guðs ríki.“

Okkar eigin tímar þegar mannkynið er sífellt á faraldsfæti í sífelldri leit, krefjast endurnýjunar í trúboðsstarfi kirkjunnar. Útsýnið og möguleikar þeir sem blasa við sjónum verða sífellt meiri og við hin kristnu erum kölluð til postullegs hugrekkis sem grundvallast á Andanum. Það er hann sem er hreyfiafl trúboðsstarfsins!

Í mannkynssögunni hefur verið um mörg mikilvæg þáttaskil að ræða sem ávallt hafa haft hvetjandi áhrif á trúboðsstarfið og undir leiðsögn Andans hefur kirkjan ætíð brugðist fúslega við með framtíðina í huga. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa . . . Við fögnum núna 1000 ára árstíð útbreiðslu fagnaðarerindisins meðal Rússa og slavneskra þjóða . . . 500 ára árstíðar kristniboðs í Ameríkunum. Nú nýverið höfum við einnig minnst árstíða aldalangs trúboðs í ýmsum löndum Asíu, Afríku og Eyjaálfunnar.

Í dag verður kirkjan að horfast í augu við ný verkefni og stefna að nýju takmarki, bæði hvað áhrærir hið innra trúboðsstarf ad gentes og að nýju trúboði meðal fólks sem þegar hefur heyrt Krist boðaðan. Í dag verða allir kristnir menn, einstakar kirkjur jafnt sem heimskirkjan, að hafa sama hugrekkið til að bera sem leiddi trúboða fortíðarinnar áfram og sama fúsleikann til að hlusta á raust Andans.

© Bræðralag kristinna trúarkenninga

SJÁ VEFRIT KARMELS:
http://tabernacleoftheheart.com/Vefrit_Karmels/Greinar%20og%20skrif/Ritningarlestrar/Inngangur/Inngangur.html

No feedback yet