« Ritningarlesturinn 28. nóvember 2006Ritningarlesturinn 26. nóvember 2006 »

27.11.06

  08:22:18, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 360 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 27. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 21. 1-4

Þá leit hann upp og sá auðmenn leggja gjafir sínar í fjárhirsluna. Hann sá og ekkju eina fátæka leggja þar tvo smápeninga. Þá sagði hann: "Ég segi yður með sanni, þessi fátæka ekkja gaf meira en allir hinir. Hinir allir lögðu í sjóðinn af allsnægtum sínum, en hún gaf af skorti sínum, alla björg sína."

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Francesco Antonio Fasani (1681-1742). Hugleiðing dagsins: Blessaður Charles de Foucauld (1858-1916), einsetumaður og trúboði í Saharaeyðimörkinni og árnaðarmaður Litlu bræðranna og systranna af hinu Alhelga Hjarta. Hugleiðingar um hin heilögu guðspjöll: „En hún gaf af skorti sínum“

„Faðir, í þínar hendur fel ég anda minn“ (Lk 23. 46). Þetta var hinsta bæn Meistara okkar og Ástmögurs. Megi hún einnig verða okkar. Ekki einungis bæn okkar þegar hin hinsta stund rennur upp, heldur á sérhverju andartaki: „Faðir! Ég fel mér þér á hendur. Faðir, ég treysti þér að fullu og öllu. Faðir, ég gefst þér á vald. Faðir, gerðu það við mig sem þér þóknast. Hvað sem þú svo gerir þakka ég þér. Þakka þér fyrir allt. Ég samþykki allt og þakka þér fyrir allt svo framarlega sem vilji þinn nær að ganga fram í mér Guð minn, svo framarlega sem vilji þinn nær fram að ganga í öllum sköpuðum verum, í öllum börnum þínum, í öllum þeim sem hjarta þitt elskar.

Ég þrái ekkert annað, Guð minn. Ég fel þér sál mína á hendur. Ég gef þér hana, Guð minn, í allri elsku hjarta míns vegna þess að ég elska þig og vegna þess að í elsku minni þarfnast ég þess að gefa sjálfan mig, að fela sjálfan mig þér á hendur að fullu og öllu. Ég fel þér sjálfan mig á hendir af takmarkalausu traustu vegna þess að þú ert Faðir minn.“

© Bræðralag kristinna trúarkenninga

VEFRIT KARMELS:
http://tabernacleoftheheart.com/Vefrit_Karmels/Greinar%20og%20skrif/Ritningarlestrar/Inngangur/Inngangur.html

No feedback yet