« Evkaristían verður að vera þungamiðjan í lífi okkar: IRitningarlesturinn 26. ágúst 2006 »

27.08.06

  09:16:14, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 582 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 27. ágúst 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Jh 6. 60-69

Margir af lærisveinum hans, er á hlýddu, sögðu: „Þung er þessi ræða. Hver getur hlustað á hana?“ Jesús vissi með sjálfum sér, að kurr var með lærisveinum hans út af þessu, og sagði við þá: „Hneykslar þetta yður? En ef þér sæjuð Mannssoninn stíga upp þangað, sem hann áður var? Það er andinn, sem lífgar, holdið megnar ekkert. Orðin, sem ég hef talað til yðar, þau eru andi og þau eru líf. En meðal yðar eru nokkrir, sem ekki trúa.“ Jesús vissi frá upphafi, hverjir þeir voru, sem trúðu ekki, og hver sá var, sem mundi svíkja hann. Og hann bætti við: „Vegna þess sagði ég við yður: Enginn getur komið til mín, nema Faðirinn veiti honum það.“ Upp úr þessu hurfu margir af lærisveinum hans frá og voru ekki framar með honum. Þá sagði Jesús við þá tólf: „Ætlið þér að fara líka?“ Símon Pétur svaraði honum: „Herra, til hvers ættum vér að fara? Þú hefur orð eilífs lífs, og vér trúum og vitum, að þú ert hinn heilagi Guðs.“

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Móníku. Hugleiðing dagsins: Benedikt páfi XVI Úr predikun fyrir útdeilingu Evkaristíunnar á Heimsdegi æskunnar, sunnudaginn 21. ágúst 2005: „Þú hefur orð eilífs lífs“

Við skulum nú beina athygli okkar enn og aftur að kvöldmáltíðinni. Sá nýi þáttur sem hér birtist sem viðbót við hina fornu blessunarbæn Ísraels frá og með þessari stundu varð að orðum gjörbreytingarinnar sem gefur okkur hlutdeild í „stund“ Krists. Jesús bauð okkur ekki að endurtaka páskamáltíðina og er þegar alls er gætt minningarathöfn sem ekki er unnt að endurtaka að eigin vild. Hann bauð okkur að ganga inn í sína „stund.“

Við göngum inn í hana í huldum mætti helgunarorðanna – gjörbreytingu sem gerist í lofgjörðarbæninni sem gerir okkur að arftökum Ísraels og allrar hjálpræðissögunnar sem samtímis lýkur upp fyrir okkur hinu nýja tímaskeiði sem hin forna bæn benti til í sinni dýpstu merkingu. Hin nýja bæn sem kirkjan nefnir „Evkaristíubænina“ gæðir Evkaristíuna lífi. Það eru þessi máttarorð sem umbreyta gjöfum jarðar með alveg nýjum hætti í náðargjöf Guðs sjálfs og dregur okkur til gjörbreytingarinnar. Það er af þessum sökum sem við köllum þessa athöfn „Evkaristíu“ sem er þýðing á hebreska orðinu berecha – þakkargjörð, lofgjörð, blessun og gjörbreytingu sem Drottinn stendur að baki: Að raunnánd þessarar „stundar“ Jesú sem er sú stund þegar elskan sigrar. Eða með öðrum orðum: Það er Guð sem hefur sigrað vegna þess að hann er sjálfur kærleikurinn.

Stund Jesú beinist að því að verða að okkar stund og verður það í raun og veru ef við heimilum þetta sjálf þegar Evkaristían er höfð frammi, að draga okkur inn í þá gjörbreytingu sem Drottinn hefur í huga að koma til leiðar. Evkaristían verður að vera þungamiðjan í lífi okkar.

© Bræðralag kristinna trúarkenninga

VEFRIT KARMELS:
http://tabernacleoftheheart.com/Vefrit_Karmels/Greinar%20og%20skrif/Ritningarlestrar/Inngangur/Inngangur.html

No feedback yet