« Hinn eilífi getnaður Orðsins í mannssálinniLjós Krists í djúpi mannshjartans og svartnætti syndarinnar »

26.09.06

  06:01:56, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 383 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 26. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 8. 19-21

Móðir hans og bræður komu til hans, en gátu ekki náð fundi hans vegna mannfjöldans. Var honum sagt: „Móðir þín og bræður standa úti og vilja finna þig." En hann svaraði þeim: „Móðir mín og bræður eru þeir, sem heyra Guðs orð og breyta eftir því."
Í dag heiðrar kirkjan: Heilaga Cosmas og Damían (d. 308?), lækna og píslarvotta. Hugleiðing dagsins: Heil. Ágústínus (354-430), biskup í Hippo (Norðurafríku) og kirkjufræðari. Um hinn heilaga meydóm, 5: María, móðir Krists, móðir kirkjunnar

Sá sem er ávöxtur lífs einnar Meyjar er dýrð og vegsemd allra annarra meyja. Rétt eins og María eru þeir sjálfir mæður Krists ef þeir lúta vilja Föðurins. Vegsemd og hamingja Maríu sem Móður Jesú Krists skín þó fyrst og fremst fram í orðum sjálfs Drottins: „Hver sem gerir vilja Föður míns, sem er á himnum, sá er bróðir minn, systir og móðir“ (Mt 12. 50).

Þetta leiðir í ljós andlegt samfélag hans sem batt hann því fólki sem hann hafði frelsað. Bræður hans og systur eru þeir heilögu karlar og konur sem öðlast hlutdeild með honum í hinni himnesku arfleifð. Móðir hans er öll kirkjan í heild vegna þess að sökum náðar Guðs elur hún af sér limi Jesú Krists, það er að segja þá sem eru honum trúfastir. Jafnframt þessu er sérhver heilög sál sem gerir vilja Föður hans einnig móðir hans uns ávaxtarík elska hans sem rekja má til hans vex „þangað til Kristur er myndaður í yður!“ (Gl 4. 19).

María er vissulega Móðir allra limanna á Líkama Krists, það er að segja okkar eigin Móðir vegna þess að með elsku sinni lagði hún sitt af mörkum til að ala þá sem eru limir á líkama þess sem er hið guðdómlega höfuð, enn sannarlega íklæddi hún hann holdi sem Móðir hans.

© Bræðralag kristinna trúarsetninga

SÁ VEFRIT KARMELS:
http://tabernacleoftheheart.com/Vefrit_Karmels/Greinar%20og%20skrif/Ritningarlestrar/Inngangur/Inngangur.html

No feedback yet