« 15. Erzebet Szanto: „Náð loga elsku hins Flekklausa Hjarta míns mun blinda Satan.“14. Heilög Faustína Kowalska og náð geisla Hjarta hinnar guðlegu miskunnar »

26.10.06

  07:10:31, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 309 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 26. október 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 12. 49-53

Ég er kominn að varpa eldi á jörðu. Hversu vildi ég, að hann væri þegar kveiktur! Skírn á ég að skírast. Hversu þungt er mér, uns hún er fullnuð. Ætlið þér, að ég sé kominn að færa frið á jörðu? Nei, segi ég yður, heldur sundurþykki. Upp frá þessu verða fimm í sama húsi sundurþykkir, þrír við tvo og tveir við þrjá, faðir við son og sonur við föður, móðir við dóttur og dóttir við móður, tengdamóðir við tengdadóttur sína og tengdadóttir við tengdamóður.“
Í dag heiðrar kirkjan: Blessaðan Contardo Ferrini (1859-1902), Þriðju reglu fransiskana og prófessor. Hugleiðing dagsins: Heil. Faustína Kowalska (1905-1938), boðberi hinnar guðlegu miskunnar: „Að kveikja eld á jörðinni:“ Gjafir Heilags Anda (P 2. 3)

Ó Andi Guðs, Andi elsku og miskunnar,
sem úthellir smyrslum trausts í hjarta mitt.
Náð þín gerir sál mína rótfasta í gæskunni,
hún gefur mér ósýnilegan styrk: Þolgæðið!

Ó Andi Guðs, Andi friðar og gleði,
sem svalar sárþyrstu hjarta mínu.
Úthelltu lífsuppsprettu guðlegrar elsku
í hjarta mitt og gæð það dirfsku í styrjöldum.

Ó Andi Guðs, ljúfur gestur sálar minnar,
ég þrái að auðsýna þér trúfestu.
Jafnt á dögum gleði sem þjáninga,
Andi Guðs, þrái ég að dvelja í nærveru þinni.

Ó Andi Guðs sem gagntekur verund mína,
sem kunngerir mér guðlegt líf þitt í Þrenningu.
Þú leiddir mig til Guðdóms þíns,
og með sameiningu til eilífs lífs.

© Bræðralag kristinna trúarkenninga

VEFRIT KARMELS:
http://tabernacleoftheheart.com/Vefrit_Karmels/Greinar%20og%20skrif/Ritningarlestrar/Inngangur/Inngangur.html

No feedback yet