« Ritningarlesturinn 27. ágúst 2006Að nærast á Orði Drottins – ruminare »

26.08.06

  06:47:11, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 536 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 26. ágúst 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt 23. 1-12

Þá talaði Jesús til mannfjöldans og lærisveina sinna: „Á stóli Móse sitja fræðimenn og farísear. Því skuluð þér gjöra og halda allt, sem þeir segja yður, en eftir breytni þeirra skuluð þér ekki fara, því þeir breyta ekki sem þeir bjóða. Þeir binda þungar byrðar og leggja mönnum á herðar, en sjálfir vilja þeir ekki snerta þær einum fingri. Öll sín verk gjöra þeir til að sýnast fyrir mönnum, þeir breikka minnisborða sína og stækka skúfana. Ljúft er þeim að skipa hefðarsæti í veislum og æðsta bekk í samkundum, láta heilsa sér á torgum og kallast meistarar af mönnum. En þér skuluð ekki láta kalla yður meistara, því einn er yðar meistari og þér allir bræður. Þér skuluð ekki kalla neinn föður yðar á jörðu, því einn er faðir yðar, sá sem er á himnum. Þér skuluð ekki heldur láta kalla yður leiðtoga, því einn er leiðtogi yðar, Kristur. Sá mesti meðal yðar sé þjónn yðar. Hver sem upp hefur sjálfan sig, mun auðmýktur verða, en sá sem auðmýkir sjálfan sig, mun upp hafinn verða.
Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Mörtu. Hugleiðing dagsins: Heil. Paschas Rabert (? – um 849), benediktusarmunkur: „Fyrst ég, sem er Herra og Meistari, hef nú þvegið yður um fæturna, þá ber yður einnig að þvo hvers annars fætur“ (Jh 13. 14)

„En sá sem auðmýkir sjálfan sig, mun upphafinn verða.“ Kristur sagði lærisveinum sínum, að þeir ættu einungis ekki að láta ekki kalla sig meistara og ekki að elska hefðarsætin við veisluborðin eða að þiggja annan heiður, heldur gaf hann okkur fordæmi með persónulegum hætti hvað áhrærir auðmýktina. Því er honum ekki gefið nafnið Meistari af gæsku, heldur sökum náttúrlegs réttar síns vegna þess að „allt á tilveru sína í honum“ (Kol 1. 17). Með því að íklæðast holdi færði hann okkur uppfræðslu í hendur sem beinir okkur til hins sanna lífs. Og þar sem hann er meiri en við, þá „sætti okkur við Guð“ (Rm 5. 10), rétt eins og hann væri að segja við okkur: „Eins og Mannssonurinn er ekki kominn til þess að káta þjóna sér, heldur til að þjóna og gefa líf sitt til lausnargjalds fyrir marga“ (Mt 20. 28).

Í þessum ummælum sínum í guðspjöllunum er Drottinn vissulega ekki einungis að uppfræða lærisveina sína, heldur einnig leiðtoga kirkjunnar og boðar öllum að láta ekki stjórnast af græðgi eftir mannvirðingum. Þvert á móti á „sé sá, sem mikill vill verða á meðal yðar“ að verða fyrstur til að samlíkjast honum sem kom „til að þjóna“ (Mt 20. 26-27).

© Bræðralag kristinna trúarkenninga

SJÁ VEFRIT KARMELS:
http://tabernacleoftheheart.com/Vefrit_Karmels/Greinar%20og%20skrif/Ritningarlestrar/Inngangur/Inngangur.html

2 athugasemdir

Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Þar sem sá Kristinn H. Guðnason sem áður hefur komið fram með athugasemd hér á kirkju.net var með guðlast þar sem hann líkti kristindóminum við nasisma, kommúnisma og aðrar mannfjandsamlegar öfgastefnur hef ég þurrkað út athugasemdir hans. Framvegis mun ég gera þetta að reglu minni hér á kirkju.net þegar athugasemdir eru sendar inn sem eru ekki í neinu samhengi við umfjöllunarefnið hverju sinni.

26.08.06 @ 10:07
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Þetta atriði, þ.e. fótþvotturinn, varð að umræðuefni á fimmtudagskvöldið þegar tveir trúboðar Votta Jehóva komu óvænt í heimsókn. Það var athyglisverð kvöldstund. Margt bar á góma og við komumst að raun um að í veigamiklum atriðum ber mikið á milli í túlkun og kenningu þó í afstöðu sinni til ýmissa hitamála samtímans séu Vottar á sama máli og Hvítasunnumenn og Kaþólskir. Þeir hafna t.d. fósturdeyðingum. En hvað fótþvottinn varðaði þá þekkist hann ekki hjá þeim þrátt fyrir eindregin fyrirmæli Frelsarans.

26.08.06 @ 21:28