« Ljós Krists í djúpi mannshjartans og svartnætti syndarinnarHeilagur Silúan starets á Aþosfjalli »

25.09.06

  06:09:43, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 368 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 25. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists mánudaginn 25. september er úr Lúkas 8. 16-18

Enginn kveikir ljós og byrgir það með keri eða setur undir bekk, heldur láta menn það á ljósastiku, að þeir, sem inn koma, sjái ljósið. Því að ekkert er hulið, sem eigi verður opinbert, né leynt, að eigi verði það kunnugt og komi í ljós. Gætið því að, hvernig þér heyrið. Því að þeim sem hefur, mun gefið verða, og frá þeim sem eigi hefur, mun tekið verða jafnvel það, sem hann ætlar sig hafa."

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Elzear (1286-1323) og blessaða Delphínu (1283-1358). Hugleiðing dagsins: Heil. Jóhannes Chrysostomos (um 345-407), biskup í Antiokkíu og síðar Miklagarði, kirkjufræðari. 15. hugleiðingin um Matteusarguðspjall: Lampinn á ljósastikunni

„Enginn kveikir ljós og byrgir það með keri eða setur undir bekk.“ Með þessum orðum hvetur Jesú lærisveina sína aftur til að lifa með óaðfinnanlegum hætti með því að hafa gætur á sjálfum sér. Þetta er sökum þess að þeir eru settir sem íþróttamenn á leikvangi „frammi fyrir öllum heiminum“ (1Kor 4. 9).

Hann sagði við þá: „Segið ekki við sjálfa ykkur: ‚Núna getum við sest hér niður í ró og næði í afskekktu horni heimsins,’ vegna þess að allir munu horfa til ykkar eins og „borgar sem á fjalli stendur“ (5. 14) eða heimilislampans sem komið hefur verið fyrir á ljósastikunni . . . Það er ég sem hef tendrað eldinn á kyndli ykkar, en það er í ykkar verkahring að sjá til þess að það logi á honum, ekki ykkur sjálfum til persónulegs ávinnings, heldur þeim til leiðsagnar sem sjá hann og beina för sinni til sannleikans sökum hans. Þannig mun illskan í sinni verstu mynd ekki varpa skugga sínum á ljós ykkar ef þið lifið árvökul samkvæmt köllun þeirra sem leiða eiga heiminn til gæskunnar. Þannig bregðist þið við helgri köllun ykkar í lífi ykkar svo að náð Guðs sé boðuð alls staðar.

© Bræðralag kristinna trúarkenninga

SJÁ VEFRIT KARMELS:
http://tabernacleoftheheart.com/Vefrit_Karmels/Greinar%20og%20skrif/Ritningarlestrar/Inngangur/Inngangur.html

No feedback yet