« 14. Heilög Faustína Kowalska og náð geisla Hjarta hinnar guðlegu miskunnarRitningarlesturinn 24. október 2006 »

25.10.06

  07:45:37, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 613 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 25. október 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 12. 39-48

Það skiljið þér, að húsráðandi léti ekki brjótast inn í hús sitt, ef hann vissi, á hvaða stundu þjófurinn kæmi. Verið þér og viðbúnir, því að Mannssonurinn kemur á þeirri stundu, sem þér ætlið eigi.“ Þá spurði Pétur: „Herra, mælir þú þessa líkingu til vor eða til allra?“ Drottinn mælti: „Hver er sá trúi og hyggni ráðsmaður, sem húsbóndinn setur yfir hjú sín að gefa þeim skammtinn á réttum tíma? Sæll er sá þjónn, er húsbóndinn finnur breyta svo, er hann kemur. Ég segi yður með sanni: Hann mun setja hann yfir allar eigur sínar. En ef sá þjónn segir í hjarta sínu: ,Það dregst, að húsbóndi minn komi,' og tekur að berja þjóna og þernur, eta og drekka og verða ölvaður, þá mun húsbóndi þess þjóns kom á þeim degi, er hann væntir ekki, á þeirri stundu, er hann veit ekki, höggva hann og láta hann fá hlut með ótrúum. Sá þjónn, sem veit vilja húsbónda síns og hefur ekki viðbúnað né gjörir vilja hans, mun barinn mörg högg. En hinn, sem veit hann ekki, en vinnur til refsingar, mun barinn fá högg. Hver sem mikið er gefið, verður mikils krafinn, og af þeim verður meira heimtað, sem meira er léð.
Í dag heiðrar kirkjan: Blessaðan Antônio de Sant´Anna Galvâo (1739-1822), brasilískan reglustofnanda. Hugleiðing dagsins: Blessaður Guerric frá Igny (um 1080-1157), ábóti í sistersíanreglunni. 3 predikun á aðventu, 1: „En þér, bræður, eruð ekki í myrkri, svo að dagurinn geti komið yfir yður sem þjófur“ (1Þ 5. 4)

„Ver viðbúinn að mæta Guði þínum, Ísrael!“ (Am 4. 12). Og þið, bræður, skuluð einnig „vera viðbúnir, því að Mannssonurinn kemur á þeirri stundu, sem þér ætlið eigi.“ Ekkert er eins visst en þessi endurkoma hans, en ekkert jafn óvisst eins og hvenær hann kemur. Við vitum svo lítið um þær tíðir og andartök sem Faðirinn hefur fyrirhugað í almætti sínu með slíkum hætti, að jafnvel englarnir sem standa umhverfis hann vita hvorki þann dag né stund (P 1. 7; Mt 24. 36).

Okkar eigin hinsta stund mun einnig koma, það er víst. En hvenær og hvernig er okkur hulið. Eins og einhver hefur komist að orði er það eina sem við vitum „að hann stendur auglitis til auglitis við þá aldurhnignu á þrepskildinum, en hann er hulinn augliti æskunnar“ (Heil. Bernard). Þessi dagur mun koma óvænt yfir okkur eins og þjófur um nótt. Megi óttinn stuðla að því að við höldum vöku okkar og vera reiðubúnir þannig að öryggið komi í kjölfar óttans, en að óttinn ráðist ekki af öryggistilfinningunni. Sá sem er spakur segir: „Ég gætti mín við misgjörðinni“ (Sl 18. 24) vegna þess að gagnvart dauðanum er ég varnarlaus vegna þess að hann veit að „réttlátur maður nýtur hvíldar þó að hann deyi ungur að árum“ (SS 4. 7). Þetta á miklu fremur við um þá sem urðu ekki að þrælum syndarinnar í lífi sínu og sigrast á dauðanum. Hversu mikil fegurð felst ekki í þessu, bræður, að búa við öryggi þegar horfst er í augu við dauðann og þá miklu fremur að sigrast á honum í dýrð í fullvissu eigin samvisku.

© Bræðralag kristinna trúarkenninga

VEFRIT KARMELS:
http://tabernacleoftheheart.com/Vefrit_Karmels/Greinar%20og%20skrif/Ritningarlestrar/Inngangur/Inngangur.html

No feedback yet