« Um Vinalínu (Vinaleið) hins Alhelga Hjarta JesúRitningarlesturinn 24. nóvember 2006 »

25.11.06

  09:55:56, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 644 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 25. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 20. 27-40

Þá komu nokkrir saddúkear, en þeir neita því, að upprisa sé til, og sögðu við hann: „Meistari, Móse segir oss í ritningunum, að deyi maður kvæntur, en barnlaus, skuli bróðir hans ganga að eiga ekkjuna og vekja honum niðja. Nú voru sjö bræður. Sá fyrsti tók sér konu og dó barnlaus. Gekk þá annar bróðirinn og síðan hinn þriðji að eiga hana og eins allir sjö, og létu þeir engin börn eftir sig, er þeir dóu. Síðast dó og konan. Kona hvers þeirra verður hún í upprisunni? Allir sjö höfðu þeir átt hana.“ Jesús svaraði þeim: „Börn þessarar aldar kvænast og giftast, en þeir sem verðir þykja að fá hlutdeild í komandi veröld og upprisunni frá dauðum, kvænast hvorki né giftast. Þeir geta ekki heldur dáið framar, þeir eru englum jafnir og börn Guðs, enda börn upprisunnar. En að dauðir rísi upp, það hefur jafnvel Móse sýnt í sögunni um þyrnirunninn, er hann kallar ,Drottin Guð Abrahams, Guð Ísaks og Guð Jakobs.' Ekki er hann Guð dauðra, heldur lifenda, því að honum lifa allir.“ Þá sögðu nokkrir fræðimannanna: „Vel mælt, meistari.“ En þeir þorðu ekki framar að spyrja hann neins.
Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Kólumkilla frá Írlandi (543?-615). Hugleiðing dagsins: Annað Vatíkanþingið. Reglugerð um kirkjuna í heimi nútímans, „Gaudium et Spes“ § 18: „Ekki er hann Guð dauðra, heldur lifenda“

Það er andspænis dauðanum sem gáta mennskrar tilveru verður knýjandi. Það er ekki einungis að sársaukinn þjaki manninn og leiði til hrörnunar líkamans, heldur er það miklu fremur sökum hættunnar á eilífri tortímingu. Hann fylgir með réttu innsæi hjarta síns þegar hann rís upp og hafnar algjörri tortímingu og að persóna hans hverfi fyrir fullt og allt. Hann rís upp gegn dauðanum vegna þess að hið innra með sér sæði eilífðarinnar sem ekki er unnt að einskorða við efnið eitt. Allar framfarir á hinu tæknilega sviði megna ekki að sefa angist hans vegna þess að framlenging hins líffræðilega lífs getur ekki fullnægt þessari þrá eftir æðra lífi sem honum er lögð í brjóst með óútafmáanlegum hætti.

Þrátt fyrir að leyndardómur dauður gangi þvert gegn ímynd slíks, þá hefur guðdómleg opinberun uppfrætt kirkjuna um að Guð hafi skapað manninn til að njóta uppljómaðrar tilvistar handan jarðneskrar eymdar. Auk þess mun sá líkamsdauði sem hefði látið manninn ósnertan ef hann hefði ekki syndgað verða lagður að velli í samhljóðan við trú kristindómsins þegar almáttugur og miskunnsamur Frelsari mun endurreisa manninn sem leiddi sjálfan sig til glötunar til samsemdar sinnar.

Guð hefur kallað manninn og kallar hann enn svo að hann sameinist sér í allri verund sinni í eilífri hlutdeild guðdómlegs lífs handan hnignunar. Kristur vann þennan sigur þegar hann reis upp til lífsins vegna þess að með dauða sínum frelsaði hann manninn frá dauðanum. Þannig veitir óhagganleg trú sérhverjum hugsandi manni svarið gagnvart angist hans andspænis framtíðinni. Jafnhliða þessu gefur trúin honum mátt til að sameinast ástvinum sínum í Kristi sem dauðinn hefur þegar hrifið til sín. Trúin glæðir þá vom að þeir hafi þegar fundið hið sanna líf hjá Guði.

© Bræðralag kristinna trúarkenninga

VEFRIT KARMELS:
http://tabernacleoftheheart.com/Vefrit_Karmels/Greinar%20og%20skrif/Ritningarlestrar/Inngangur/Inngangur.html

No feedback yet