« Að nærast á Orði Drottins – ruminareDobrotolubije – úrval úr rússnesku Fílókalíunni nú komið á pdf formati »

25.08.06

  06:45:56, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 469 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 25. ágúst 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt 22. 34-40

Þegar farísear heyrðu, að hann hafði gjört saddúkea orðlausa, komu þeir saman. Og einn þeirra, sem var lögvitringur, vildi freista hans og spurði: „Meistari, hvert er hið æðsta boðorð í lögmálinu?“ Hann svaraði honum: „,Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum.' Þetta er hið æðsta og fremsta boðorð. Annað er þessu líkt: ,Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.' Á þessum tveimur boðorðum hvílir allt lögmálið og spámennirnir.“

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Loðvík Frakkakonung (1214-1270). Hugleiðing dagsins: Heil. Teresa Benedikta af Krossi [Edith Stein] (1891-1942), karmelnunna og píslarvottur (Auschwitz), einn verndardýrlinga Evrópu.Saga og andi Karmels: „Sæll er sá maður . . . heldur hefur yndi af lögmáli Drottins og hugleiðir lögmál hans dag og nótt“ (Sl 1. 1-2).

Hvað felst að baki „lögmáli Drottins? Sálmur 118 [119] er þrunginn þrá til að þekka lög Drottins og láta leiðast af þeim í öllu sínu lífi. Hugsanlegt er að sálmaskáldið hafi hér haft lögmál Gamla testamentisins í huga. Að kynnast því til hlítar krafðist ævilangs náms og að uppfylla það ævilangar löngunar. Við getum litið á lögmál hins Nýja sáttmála sem hið mikla boðorð elskunnar sem felur allt lögmálið og spámennina í sér. Hin fullkomna elska Guðs og náungaelskan er vel þess virði að allri ævinni sé varið til að nema það.

En miklu fremur leggjum við þann skilning í lögmál Nýja sáttmálans að það sé sjálfur Drottinn Jesú vegna þess að líf hans er fyrirmynd þess lífs sem okkur ber að lifa. Þannig uppfyllum við það sem okkur ber að gera með því að hafa ímynd Drottins Jesú stöðugt fyrir sjónum þannig að við samlíkjumst honum. Guðspjöllin eru þau skrif sem okkur mun aldrei auðnast að nema til fulls. En við finnum Drottin ekki einungis í frásögnum þeirra sem urðu vitni að lífi hans. Hann er nærverandi í hinu Blessaða sakramenti og þeim stundum sem varið er í tilbeiðslu frammi fyrir hinum æðstu gæðum þegar við hlustum af árvekni á raust Guðs í Evkaristíunni felur bæði í sér að „íhuga lögmál Drottins“ og að „vaka í bæninni.“ En æðsta stiginu er engu að síður náð þegar „lögmálið dvelur í hjörtum okkar“ (sjá Sl. 40. 11).

© Bræðralag kristinna trúarkenninga

SJÁ VEFRIT KARMELS:
http://tabernacleoftheheart.com/Vefrit_Karmels/Greinar%20og%20skrif/Ritningarlestrar/Inngangur/Inngangur.html

No feedback yet