« „Hver sem tekur við einu slíku barni í mínu nafni, tekur við mér“Í Bænaháskóla Guðsmóðurinnar »

24.09.06

  07:56:22, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 403 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 24. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mk 9. 30-37

Þeir komu til Kapernaum. Þegar hann var kominn inn, spurði hann þá: „Hvað voruð þér að ræða á leiðinni?" En þeir þögðu. Þeir höfðu verið að ræða það sín á milli á leiðinni, hver væri mestur. Hann settist niður, kallaði á þá tólf og sagði við þá: „Hver sem vill vera fremstur, sé síðastur allra og þjónn allra." Og hann tók lítið barn, setti það meðal þeirra, tók það sér í faðm og sagði við þá: „Hver sem tekur við einu slíku barni í mínu nafni, tekur við mér, og hver sem tekur við mér, tekur ekki aðeins við mér, heldur og við þeim er sendi mig."

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Pacifico frá San Severino (1653-1721). Hugleiðing dagsins: Heil. Íreneus frá Lyon (um 130-208), biskup, guðfræðing og píslarvott. Gegn villutrú IV. 38, 1-2): „Hver sem tekur við einu slíku barni í mínu nafni, tekur við mér.“

Hefði Guð getað gætt manninn fullkomleika frá upphafi? Það er ekkert ómögulegt fyrir þann Guð sem er ávallt sjálfum sér samkvæmur og óskapaður. En þar sem tilvist skapaðra vera á sér rætur í Guði eru þær óhjákvæmilega ófullkomnari en sá Guð sem skapaði þær. Þar sem þær eru skapaðar eru þær ekki fullkomnar . . . Að fæðingu lokinni má sjá kornabörnin og sem slík og hafa hvorki tamið sér né breyta með fullkomnum hætti . . . Guð hefði getað veitt manninum fullkomleika frá upphafi, en maðurinn var þess ekki umkominn að meðtaka slíkan fullkomleika vegna þess að hann eða hún voru einungis kornabörn.

Það er af þessum sökum sem Drottinn okkar kom ekki til okkar í mætti þegar Guð ætlaði að safna öllu saman í honum (Ef 1. 10), heldur með þeim hætti að við gætum séð hann. Hann hefði getað komið til okkar í sinni óumræðilegu dýrð, en við getum ekki staðist dýrð hans . . . Þrátt fyrir að Orð Guðs væri fullkomið birtist hann mannkyninu í mynd kornabarns sökum þess að sjálft mannkynið er sem kornabarn.

© Bræðralag kristinna trúarkenninga

SJÁ VEFRIT KARMELS:
http://tabernacleoftheheart.com/Vefrit_Karmels/Greinar%20og%20skrif/Ritningarlestrar/Inngangur/Inngangur.html

No feedback yet