« Ritningarlesturinn 25. nóvember 2006Ritningarlesturinn 23. nóvember 2006 »

24.11.06

  09:21:44, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 316 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 24. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists föstudaginn 24. nóvember er úr Lúkas 19. 45-48

Þá gekk hann inn í helgidóminn og tók að reka út þá er voru að selja 46og mælti við þá: „Ritað er: Hús mitt á að vera bænahús, en þér hafið gjört það að ræningjabæli.“ Daglega var hann að kenna í helgidóminum, en æðstu prestarnir og fræðimennirnir svo og fyrirmenn þjóðarinnar leituðust við að ráða hann af dögum, en fundu eigi, hvað gjöra skyldi, því að allur lýðurinn vildi ákaft hlýða á hann.

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Andrés Dung-Lac (1745-1862) og félaga, víetnamska píslarvotta. Hugleiðing dagsins: Rómversku helgisiðirnir. Inngangsorðin að helgisiðum kirkjuvígslunnar: „Hús mitt á að vera bænahús“

Faðir, almáttugur Guð sem lifir að eilífu
vér gjörum rétt með að þakka þér ávallt og í öllum efnum.

Vér þökkum þér fyrir þetta hús bænarinnar
þar sem þú blessar fjölskyldu þína
er vér komum til þín á pílagrímsgöngu vorri.

Hér opinberar þú nærveru þína
með táknum sakramentis þíns
og gjörir oss eitt með þér
í ósýnilegum böndum náðarinnar.

Hér hefur þú reyst musteri lifandi steina þinna,
og leitt kirkjuna til vaxtartakmarks hennar
sem líkama Krists um allan heim,
til að öðlast að lokum fullkomnun
í hinni himnesku Jerúsalem
sem er friðarsýn þín.

Í samfélagi englanna og hinna heilögu [1]
blessum vér og lofum mikilleika þinn
í musteri dýrðar þinnar:
„Heilagur, heilagur, heilagur ert þú Guð máttar og valds.“ [2]

[1]. Við vígslu altaris kaþólskra helgidóma eru helgar menjar eins hinna heilögu ávallt lagðar inn í altarið.
[2]. Elkki opinber þýðing.

© Bræðralag kristinna trúarkenninga

VEFRIT KARMELS:
http://tabernacleoftheheart.com/Vefrit_Karmels/Greinar%20og%20skrif/Ritningarlestrar/Inngangur/Inngangur.html

No feedback yet