« Ritningarlesturinn 24. nóvember 2006Ritningarlesturinn 22. nóvember 2006 »

23.11.06

  08:36:45, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 484 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 23. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 9. 41-44

Jesús svaraði: „Ó, þú vantrúa og rangsnúna kynslóð, hversu lengi á ég að vera hjá yður og umbera yður? Fær þú hingað son þinn.“ Þegar hann var að koma, slengdi illi andinn honum flötum og teygði hann ákaflega. En Jesús hastaði á óhreina andann, læknaði sveininn og gaf hann aftur föður hans. Og allir undruðust stórum veldi Guðs. Þá er allir dáðu allt það, er hann gjörði, sagði hann við lærisveina sína: „Festið þessi orð í huga: ,Mannssonurinn verður framseldur í manna hendur.“

Í dag heiðrar kirkjan: Hl. Klemens I páfa (um 80). Hugleiðing dagsins: Orígenes (um 185–253), prestur og guðfræðingur. Hugvekja 38 um Lúkas: „Og er hann kom nær og sá borgina, grét hann yfir henni“

Þegar Dottinn okkar og Frelsari kom nær Jerúsalem og sá borgina grét hann yfir henni: „Ef þú hefðir aðeins vitað á þessum degi, hvað til friðar heyrir! En nú er það hulið sjónum þínum. Því að þeir dagar munu koma yfir þig, að óvinir þínir munu gjöra virki um þig, setjast um þig og þröngva þér á alla vegu.“ Ef til vill kynni einhver að segja: „Merkingin að baki þessara orða er ljós. Í reynd hafa þau ræst hvað áhrærir Jerúsalem. Rómverski herinn sat um hana og eyddi henni og sá tími mun koma að ekki verður steinn yfir steini.“

Ekki þræti ég fyrir að Jerúsalem var eytt sökum blindu sinnar, en ég spyr: Stóð ekki grátur Jesú í einhverju sambandi við okkar eigin Jerúsalem? Það erum við sem erum sú Jerúsalem sem Jesús grét yfir, við sem teljum okkur vera svo skarpskyggna. Ef við höfum verið uppfræddur í leyndardómum sannleikans og eftir að hafa meðtekið orð guðspjallanna og kenningar kirkjunnar og gefist að sjá hina guðdómlegu leyndardóma og einn okkar syndgar, mun sá hinn sami framkalla þennan grát. Enginn úthellir tárum sökum heiðins manns, heldur fremur yfir þeim sem tilheyrði Jerúsalem og snýr svo við henni baki.

Já, grátið er yfir Jerúsalem vegna þess að „óvinurinn gjörir virki um hana“ sökum synda hennar, það er að segja fjandmennirnir, hinir illu andar. Þeir munu gjöra virki um hana, þeir munu sitja um hana og ekki skilja eftir stein yfir steini. Það er þetta sem gerist þegar einhver fellur eftir mikið þolgæði og eftir að hafa lifað hreinlífi í nokkur ár og lætur undan fýsnum holdsins. Það er yfir þessari Jerúsalem sem tárum er úthellt.

© Bræðralag kristinna trúarkenninga

VEFRIT KARMELS:
http://tabernacleoftheheart.com/Vefrit_Karmels/Greinar%20og%20skrif/Ritningarlestrar/Inngangur/Inngangur.html

6 athugasemdir

Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Hvers vel eiga ekki þessi orð við einmitt á þessum degi. LifesiteNews.com greinir nú frá því að Falconer lávarður (the Lord Chancellor of England) hefur varað breska lækna við því að þeir gætu orðið að sæta fangelsisvist eða þungum fjársektum ef þeir neita að svelta sjúklinga til dauða til samræmis við ný lög Breska verkamannaflokksins sem taka gildi á vori komandi. Frjálslyndi flokkurinn í Kanada leggur fram frumvarp á þingi þar sem munnmök við fjórtán ára börn verði heimiluð samkvæmt lögum. Og breskur lögreglustjóri gefur út yfirlýsingu um að hann telji sjálfsagt að lög um barnaníðinga eigi að takmarkast við 12 ára aldur barna!

Allt gerist þetta meðal þjóða sem telja sig enn „kristnar.“ Hversu vel eiga ekki orð Orígenesar við: „Já, grátið er yfir Jerúsalem vegna þess að „óvinurinn gjörir virki um hana“ sökum synda hennar, það er að segja fjandmennirnir, hinir illu andar. Þeir munu gjöra virki um hana, þeir munu sitja um hana og ekki skilja eftir stein yfir steini.“

Allt gerist þetta sökum þess að kristnir menn virða ekki lengur Tíyrðin (Decalog). Svo tala þeir fögrum orðum um siðgæði sem grundvallist á mennsku hyggjuviti og réttlætiskennd!

Sjá greinaflokk minn um Hina þrjá myrku daga í skjalasafni mínu hér á kirkju.net

23.11.06 @ 08:54
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Þakka þér þetta, Jón. Menn ganga hér fram í sjálfbirgingshætti, “kristnir” Vesturlandamennirnir! Halda að nafnkristni sín dugi sér til velþókknunar frammi fyrir Guði! En sjálfur segir Guðssonurinn: “Ekki mun hver sá, er við mig segir: “Herra, herra!” ganga inn í himnaríki, heldur sá einn, er gjörir vilja Föður míns, sem er á himnum” (Mt. 7.21). Menn hafa líka sniðið sér sína eigin “útgáfu af kristindómnum” þar sem möguleikanum á eilífri glötun er hafnað. En það er þvert gegn orðum meistara okkar og frelsara. Kenning Jesú um þá hluti er ekki aðeins ótvíræð, heldur margendurtekin með ýmsum og ljósum hætti í orðum hans í öllum guðspjöllunum. Og kenningin var ekki ný. Þessi Gamlatestamentis-texti var t.d. í pistlum dagsins í messunni um daginn (Daníel, 12.1–3):

En á þeim tíma mun Míkael, hinn mikli verndarengill, sá er verndar landa þína, fram ganga. Og það skal verða svo mikil hörmungatíð, að slík mun aldrei verið hafa, frá því er menn urðu fyrst til og allt til þess tíma. Á þeim tíma mun þjóð þín frelsuð verða, allir þeir sem skráðir finnast í bókinni. Og margir þeirra, sem sofa í dufti jarðarinnar, munu upp vakna, sumir til eilífs lífs, sumir til smánar, til eilífrar andstyggðar. Og hinir vitru munu skína eins og ljómi himinhvelfingarinnar og þeir, sem leitt hafa marga til réttlætis, eins og stjörnurnar um aldur og ævi. (Leturbr. JVJ.)

23.11.06 @ 11:22
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Og ef einhver heldur, að þessi ótíðindi frá Bretlandi og Kanada, sem koma fram í athugasemd Jóns Rafns hér á undan, séu einhver lygimál, sem hann hafi lagt trúnað á, þá er það því miður ekki svo. Ég hef séð þessar nýju fréttir og aðrar í sama dúr engu betri. En við þurfum að mynda nýja vefslóð um þau mál, því að hætt er við, að ýmsir taki ekki endilega eftir slíkri umræðu sem flokkuð er undir ritningarlestur dagsins.

23.11.06 @ 11:30
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Textinn er:

En á þeim tíma mun Míkael, hinn mikli verndarengill, sá er verndar landa þína, fram ganga. Og það skal verða svo mikil hörmungatíð, að slík mun aldrei verið hafa, frá því er menn urðu fyrst til og allt til þess tíma. Á þeim tíma mun þjóð þín frelsuð verða, allir þeir sem skráðir finnast í bókinni. Og margir þeirra, sem sofa í dufti jarðarinnar, munu upp vakna, sumir til eilífs lífs, sumir til smánar, til eilífrar andstyggðar. Og hinir vitru munu skína eins og ljómi himinhvelfingarinnar og þeir, sem leitt hafa marga til réttlætis, eins og stjörnurnar um aldur og ævi.

Eða með orðum Hómilíubókar:

Sjö eru geislar hans taldir. Inn fyrsti er spektar geisli. Þann værim vér eigi án að hafa fyr
því, að aldregi verður manni svo gjörla kennt, að eigi þyrfti hann sér nakkvað að
kenna umfram. Sá er og sannlega spakur, er hann vill meira meta himneska hluti en
jarðlega. Annar heitir skilningar geisli. Þá fáum vér þann geisla, ef vér kunnum greiningar
góðs og ills og viljum eftir góðu hverfa. Inn þriði er ráðs geisli. Þá öðlumst vér þann, ef vér
rösum að engu svo skjótt, að eigi leitimst vér fyrir, hve hæfa mun, þá er oss kemur í hug,
og ráðum hverjum heilt, ef vér kunnum heldur sjá en annar. Inn fjórði er styrktar geisli. Þá
öðlumst vér hann, ef vér víkjum hvorki af Guðs götu fyr stranga hluti né hægja. Fimmti er
fróðleiks geisli. Þá hljótum vér þann, ef vér viljum kostgæfa að vita sem flest það, er
betra er að vita en án að vera, og látum aðra ná að nema að oss og gjöldum það Guði,
er hann á að oss, en það mönnum, er þeir eigu. Mildi Guðs heitir inn sétti. Þá höfum vér
hann, er vér venjumst góðum hlutum sjálfir og eggjum aðra til góðs. Inn sjöundi er
hræðslu geisli. Þá njótum vér þess geisla, er vér virðum sem er, að ógurlegt er að gera í
gegn Guði, því að hann má sínum óvinum steypa í helvíti, og kemur þar, er það vill hann,
ef vér viljum eigi afturhvarfs leita.

23.11.06 @ 11:31
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Varðandi líknardrápsmálið brezka, sem Jón Rafn ræðir í 1. athugasemdinni hér ofar, þá eru upplýsingar um það á þessari sorglegu fréttasíðu vefseturs UK LifeLeague. Ólíklegustu aðilar, s.s. enska biskupakirkjan (C of E) og Church of Scotland mæla nú með því að deyða unga fyrirbura með því að sleppa því að hjálpa þeim! Kynnið ykkur málið á vefsíðunni – og myndirnar af fóstrum sem tekin hafa verið af lífi með fósturdeyðingu.

24.11.06 @ 01:12
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Er það ekki þetta sem heil. Nilos á Aþosfjalli sagði að þjaka myndi kirkju fráfallsins mikla (2Þ 2)?

Foreldrum verður ekki auðsýnd nein virðing fremur en öldruðum, elskan mun hverfa með öllu og kristnir predikarar, biskupar og prestar verða hégómagjarnir menn og alls ekki sjá muninn á réttu og röngu. Á þessum tímum mun siðgæði og arfleifð kirkjunnar taka miklum breytingum. Fólk segir skilið við hófsemd og fýsnirnar verða allsráðandi. Undirferli og græðgi verða allsráðandi og vei þeim sem safna að sér fjármunum. Losti, hórdómur, kynvilla, alls kyns hulin óhæfuverk og morð heltaka samfélagið.

SJÁ:

24.11.06 @ 08:33