« Ritningarlesturinn 24. júlí 2006Ritningarlesturinn 22. júlí 2006 »

23.07.06

  05:08:21, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 450 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 23. júlí 2006

Líf mitt á jörðinni er orðið langt og ég hef séð margt og heyrt. Ég hef heyrt margvíslega hljómlist og hún hreif sál mína og ég hugsaði með sjálfum mér: Fyrst þessi hljómlist er svona fögur, hversu mjög mun þá ekki hinn himneski söngur gleðja sálina þegar Drottinn er vegsamaður í Heilögum Anda sökum þjáninga sinna“?


Sálin lifir lengi á jörðinni og elskar fegurð jarðarinnar. Hún elskar himinhvelfinguna, sólina, skrúðgarða, hafið og fljótin, skógana og akrana. Sálin elskar einnig hljómlist og allt hið jarðneska höfðar til sálarinnar. En þegar sálinni gefst að bera skyn á Drottin okkar Jesú Krist vill hún ekki sjá neitt jarðneskt.


Ég hef séð jarðneska konunga í dýrð sinni og gladdist sökum slíks. En þegar sálinni lærist að bera skyn á Drottin fölnar öll dýrð konunga og verður einskis verð. Þá þráir sálin einungis Drottin í sífellu og á degi sem nóttu leitar hún hins Ósýnilega, að fá að snerta hinn Ósnertanlega.


Heilagur Andi. Ef sál þín þekkir hann, ert það þú sem veitir okkur þekkingu á því hvernig hún kennir sálinni að bera skyn á Drottin og hvílíkur ljúfleiki felst í þessari þekkingu. Ó miskunnsami Drottinn! Upplýstu lýð þinn þannig að hann megi kynnast þér og viti hversu heitt þú elskar okkur.


© Bræðralag kristinna trúarkenninga


SJÁ VEFRIT KARMELS
http://tabernacleoftheheart.com/Vefrit_Karmels/Greinar%20og%20skrif/Ritningarlestrar/Inngangur/Inngangur.html

1 athugasemd

Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Betra þætti mér, Jón, að sjá allan textann á þessari framhaldssíðu. – En Drottinn er upprisinn, fögnum hans degi. Og fallegt er þetta frá heilögum Silúan, vekjandi texti. Þökk sé þér, sem öðrum fremur hefur kynnt mig fyrir hugsun hans.

23.07.06 @ 05:12