« Bænin fyrir öllum íbúum jarðarinnarUm frið Krists og fjórverutáknið »

22.09.06

  06:55:43, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 416 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 22. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 8. 1-3

Eftir þetta fór hann um, borg úr borg og þorp úr þorpi, prédikaði og flutti fagnaðarerindið um Guðs ríki. Með honum voru þeir tólf og konur nokkrar, er læknaðar höfðu verið af illum öndum og sjúkdómum. Það voru þær María, kölluð Magdalena, er sjö illir andar höfðu farið úr, Jóhanna, kona Kúsa, ráðsmanns Heródesar, Súsanna og margar aðrar. Þær hjálpuðu þeim með fjármunum sínum.
Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Lárus Ruiz og félaga (1600-1637), filippeisk/kínverska píslarvotta. Hugleiðing dagsins: Jóhannes Páll páfi II. Mulieris Diginitatem § 16: „Með honum voru þeir tólf og konur nokkrar.“

Í þessu sambandi skiptir ekki nokkru máli hvort um karl eða konu er að ræða, rétt eins og náðarrík og helgandi áhrif Andans einskorðast ekki með neinum hætti við að vera Gyðingur eða Grikki, þræll eða frjáls maður til samræmis við hin víðkunnu orð heil. Páls: „Þér eruð allir eitt í Kristi“ (Gl 3. 28).

Þessi eining útilokar þó ekki hin ólíku hlutverkaskipti. Heilagur Andi sem stendur þessari einingu að baki í hinni yfirskilvitlegu tilhögun hinnar helgandi náðar glæðir jafnhliða undir þá staðreynd, að „synir yðar munu spá“ og að „dætur yðar munu spá“ (P 2. 17). „Að spá“ felur í sér að tjá með orðum sínum og lífi „stórmerki Guðs“ (P 2. 11), að varðveita sannleika og frumkvæði sérhvers einstaklings, hvort sem um konu eða karl er svo að ræða. „Jafnrétti“ guðspjallanna, „jafnrétti“ karla og kvenna með hliðsjón af „stórmerkjum Guðs“ – opinberast með augljósum hætti í orðum og athöfnum Jesú frá Nazaret – eru grundvöllur hins augljósa manngildis kvenna í köllun þeirra í kirkjunni og í heiminum. Sérhver köllun felur í sér djúpstætt og persónulegt spásagnagildi. Þegar við leggjum þennan skilning í „köllunina“ öðlast það sem er kvenlegt nýjar víddir: Víddir „stórmerkja Guðs,“ en konan verður að lifandi votti þess sem hún er ein hæf um að leysa af hendi.

© Bræðralag kristinna trúarkenninga

SJÁ VEFRIT KARMELS:
http://tabernacleoftheheart.com/Vefrit_Karmels/Greinar%20og%20skrif/Ritningarlestrar/Inngangur/Inngangur.html

No feedback yet