« Glæsileg biskupsmessa í SkálholtiRitningarlesturinn 20. júlí 2006 »

21.07.06

  05:30:42, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 459 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 21. júlí 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt 12. 1-8

Um þessar mundir fór Jesús um sáðlönd á hvíldardegi. Lærisveinar hans kenndu hungurs og tóku að tína kornöx og eta. Þegar farísear sáu það, sögðu þeir við hann: „Lít á, lærisveinar þínir gjöra það, sem ekki er leyft að gjöra á hvíldardegi.“ Hann svaraði þeim: „Hafið þér eigi lesið, hvað Davíð gjörði, þegar hann hungraði og menn hans? Hann fór inn í Guðs hús, og þeir átu skoðunarbrauðin, sem hvorki hann né menn hans og engir nema prestarnir máttu eta. Eða hafið þér ekki lesið í lögmálinu, að prestar vanhelga hvíldardaginn í musterinu á hvíldardögum, og eru þó án saka? En ég segi yður: Hér er meira en musterið. Ef þér hefðuð skilið, hvað felst í orðunum: ,Miskunnsemi vil ég, ekki fórnir,' munduð þér ekki hafa sakfellt saklausa menn. Því að Mannssonurinn er herra hvíldardagsins.“
Í dag minnist kirkjan: Heil. Lorenzo frá Brindisi. Hugleiðing dagsins: Orígenes (um 185-253), prestur og guðfræðingur. Hugvekjur um 3. Mósebók, 23: „Því að Mannssonurinn er herra hvíldardagsins.“

Við fáum ekki séð að orð Sköpunarsögunnar: „Guð hvíldist hinn sjöunda dag af öllu verki sínu, er hann hafði gjört“ (1M 2. 2) hafi gengið eftir á sjöunda degi sköpunarinnar, eða jafnvel á okkar tímum. Við sjáum Guð enn starfa. Það er ekki um neinn Sabbatsdag að ræða þegar Guð starfar ekki, enginn sá dagur þar sem hann lætur sólina ekki renna upp „yfir vonda sem góða“ (Mt 5. 45), eða „lætur gras spretta á fjöllunum“ (Sl 147. 8) eða „deyðir ekki og lífgar“ (1S 2. 6).

Þannig svarar Drottinn þeim sem ásökuðu hann um að starfa og lækna á Sabbatsdeginum: „Faðir minn starfar til þessarar stundar, og ég starfa einnig“ (Jh 5. 17). Með þessum hætti leiddi hann okkur fyrir sjónir að eins lengi og heimurinn stendur er ekki um neinn Sabbatsdag að ræða þegar Guð tekur sér hvíld frá því að vaka yfir þróun heimsins og fyrirhugun mannkynsins . . . Í speki sinni sem Skapari hættir hann aldrei að fylgja fyrirhugun sinni eftir né auðsýna sköpun sinn gæsku „allt til enda veraldar“ (Mt 28. 20). Þannig er það hinn komandi heimur sem verður hinn sanni Sabbatsdagar þegar Guð tekur sér hvíld frá starfi sínu þegar „hryggð og andvarpan flýja“ (Jes 35. 10) og Guð verður „allt og í öllum“ (Kol 3. 11).

© Bræðralag kristinna trúarkenninga

SJÁ VEFRIT KARMELS:
http://tabernacleoftheheart.com/Vefrit_Karmels/Greinar%20og%20skrif/Ritningarlestrar/Inngangur/Inngangur.html

No feedback yet