« Um KristselskunaMeira um Evkaristíuna »

21.08.06

  07:12:09, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 577 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 21. ágúst 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt 19. 16-22

Þá kom til hans maður og spurði: „Meistari, hvað gott á ég að gjöra til þess að öðlast eilíft líf?“ Jesús sagði við hann: „Hví spyr þú mig um hið góða? Einn er sá hinn góði. Ef þú vilt inn ganga til lífsins, þá haltu boðorðin.“ Hann spurði: „Hver?„ Jesús sagði: „Þú skalt ekki morð fremja, þú skalt ekki drýgja hór, þú skalt ekki stela, þú skalt ekki bera ljúgvitni, heiðra föður þinn og móður, og þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.“ Þá sagði ungi maðurinn: „Alls þessa hef ég gætt. Hvers er mér enn vant?“ Jesús sagði við hann: „Ef þú vilt vera fullkominn, skaltu fara, selja eigur þínar og gefa fátækum, og munt þú fjársjóð eiga á himnum. Kom síðan, og fylg mér.“ Þegar ungi maðurinn heyrði þessi orð, fór hann brott hryggur, enda átti hann miklar eignir.

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Píus páfa X (1835-1910). Hugleiðing dagsins: Heil. Teresa frá Avíla (1515-1582), karmelnunnna og kirkjufræðari. Borgin hið innra, 3. 1, 6-7: „Ef þú vilt vera fullkominn.“

Ó Jesús, hver mun halda því fram að hann þrái ekki svo óumræðilega gæsku, einkum eftir að hafa gengið í gegnum erfiðustu þolraunir? Nei, enginn mun hafna slíku. Allar segjum við að við þráum þessa gæsku. En þar sem kröfurnar eru enn meiri áður en sálin eignast Jesú til fulls, er ekki nægi-legt að við segjum að við þráum slíkt, rétt eins og það var ekki nóg fyrir unga manninn, en Drottinn greindi honum frá því hvað við verðum að gera til að verða fullkomnar (Mt 19. 16-22). Allt frá þeirri stundu sem ég tók að fjalla um þennan borgarhluta hef ég haft þennan unga mann í huga. Við stönd-um bókstaflega talað í sömu sporum og hann og yfirleitt má rekja hinn mikla þurrk í bæninni til þessa, þrátt fyrir að ástæðurnar séu fleiri. . .

Gangið inn, dætur mínar, gangið inn í hinar innri vistarverur og snúið baki við lítilsigldum verkum ykkar. Af þeirri ástæðu einni saman að þið teljist í kristinna manna tölu verðið þið að leysa þetta verk af hendi ásamt með miklu meira. Það nægir ykkur að vera lénsmenn Guðs og því skuluð þið ekki krefjast svo mikils, að þið farið alls á mis. Horfið til hinna heilögu sem gengu inn í þessar vistarverur Konungsins og þið mun-uð sjá þann mun sem er á þeim og okkur. Biðjið ekki um það sem þið verðskuldið ekki og þið eigið ekki svo mikið sem að láta hvarfla að ykkur að við verðskuldum þessa náð, hversu mikla þjónustu sem við höfum innt af hendi – við sem höfum misboðið Guði. . .

Ef við hrökkvum undan hryggar í bragði eins og ungi maðurinn í guðspjöllunum (Mt 19. 22) þegar Drottinn greinir okkur frá því sem við verðum að leysa af hendi til að verða fullkomnar, hvað viljið þið þá að hans Hátign geri? Hann verður að áætla launin með hliðsjón af þeirri elsku sem við auðsýnum honum. . .

© Bræðralag kristinna trúarkenninga

VEFRIT KARMELS:
http://tabernacleoftheheart.com/Vefrit_Karmels/Greinar%20og%20skrif/Ritningarlestrar/Inngangur/Inngangur.html

No feedback yet