« Ritningarlesturinn 21. júlí 2006Að skrökva með hálfsannleika! »

20.07.06

  09:04:49, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 462 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 20. júlí 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt11. 28-30

Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld. Takið á yður mitt ok og lærið af mér, því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur, og þá munuð þér finna hvíld sálum yðar. Því að mitt ok er ljúft og byrði mín létt."

Í dag minnist kirkjan: Heil. Kúnigúndar.  Hugleiðing dagsins:
Heil. Thérèse af Jesúbarninu (1873-1897), karmelsystur
og kirkjufræðara, Bæn til að öðlast auðmýkt: „Lærið af mér“

Ó Jesús! Þegar þú ferðaðist um á jörðu sagðir þú: „Lærið af mér, því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur, og þá munuð þér finna hvíld sálum yðar.“ Já, almáttugi stjórnandi himnanna, sál mín öðlast hvíld þegar ég sé þig íklæðast þjónsmynd (Fl 2. 7) og lítillægðir sjálfan þig svo mjög, að þú laugaðir fætur postula þinna. Og nú minnist ég orða þeirra sem þú mæltir til að hjálpa mér að leggja rækt við auðmýktina: „Ég hef gefið yður eftirdæmi, að þér breytið eins og ég breytti við yður . . . Þjónn er ekki meiri herra hans. Þér vitið þetta, og þér eruð sælir, ef þér breytið eftir því“ (Jh 15-17). Ég skil þau Drottinn, ég skil þessi orð sem koma úr mildu og auðmjúku hjarta þínu. Með hjálp náðar þinnar þrái ég að fylgja þeim eftir.

Ég vil auðmýkja mig og láta vilja minn lúta vilja hinna systranna og án þess að andmæla þeim í léttvægustu efnum eða leiða að í hugann hvort þær hafi rétt til að skipa mér fyrir. Ó Ástmögur minn! Enginn hafði þennan rétt hvað þig áhrærði, og engu að síður hlýddir þú ekki einungis hinni blessuðu Mey og heil. Jósef, heldur jafnvel þeim sem misþyrmdu þér. Nú sé ég þig fórnfæra sjálfum þér til fulls í hostíunni. Hversu auðmjúkur ert þú ekki, guðdómlegur Konungur dýrðarinnar . . . Ó Ástmögur minn. Hversu gæskuríkur og auðmjúkur ert þú ekki þegar þú birtist mér að baki huliðsblæju hinnar hvítu hostíu! . . . Ó Jesús, hógvær og af hjarta lítillátur, gef að hjarta mitt megi samlíkjast þínu hjarta.

© Bræðralag kristinna trúarkenningu
SJÁ VEFRIT KARMELS:
http://tabernacleoftheheart.com/Vefrit_Karmels/Greinar%20og%20skrif/Ritningarlestrar/Inngangur/Inngangur.html

No feedback yet