« Meira um EvkaristíunaRitningarlesturinn 19. ágúst 2006 »

20.08.06

  08:55:37, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 675 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 20. ágúst 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Jh 6. 51-58

„Ég er hið lifandi brauð, sem steig niður af himni. Hver sem etur af þessu brauði, mun lifa að eilífu. Og brauðið, sem ég mun gefa, er hold mitt, heiminum til lífs.“ Nú deildu Gyðingar sín á milli og sögðu: „Hvernig getur þessi maður gefið oss hold sitt að eta?“ Þá sagði Jesús við þá: „Sannlega, sannlega segi ég yður: Ef þér etið ekki hold Mannssonarins og drekkið blóð hans, hafið þér ekki lífið í yður. Sá sem etur hold mitt og drekkur blóð mitt, hefur eilíft líf, og ég reisi hann upp á efsta degi. Hold mitt er sönn fæða, og blóð mitt er sannur drykkur. Sá sem etur hold mitt og drekkur blóð mitt, er í mér og ég í honum. Eins og hinn lifandi faðir sendi mig og ég lifi fyrir föðurinn, svo mun sá lifa fyrir mig, sem mig etur. Þetta er það brauð, sem niður steig af himni. Það er ekki eins og brauðið, sem feðurnir átu og dóu. Sá sem etur þetta brauð, mun lifa að eilífu.“

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Bernard of Clairvaux (1090-1153). Hugleiðing dagsins:Benedikt páfi XVI. Hugvekja um Evkaristíuna flutt á Heimsdegi æskunnar, sunnudaginn 21. ágúst 2005: „Hold mitt er sönn fæða, og blóð mitt er sannur drykkur.“

„Þetta er líkami minn sem gefinn er að fórn fyrir yður. Þessi bikar er hinn Nýi sáttmáli blóðs míns.“ Hvað er hér að gerast? Hvernig getur Jesús miðlað holdi sínu og blóði? Með því að gera brauðið að holdi sínu og vínið að blóði sínu boðar hann dauða sinn sem hann samþykkir hjartanlega og umbreytir í kærleiksathöfn. Það sem hið ytra virðist vera ofbeldisverk – krossfestingin – verður hið innra að kærleiksfórn. Þetta var sú eðlislæga ummyndun sem náði fram að gana við síðustu kvöldmáltíðina og ætlað var að hrinda af stað umbreytingaferli sem leiddi að lokum til ummyndunar heimsins þegar Guð verður allt í öllu (sjá 1Kor 15. 28).

Í hjörtum sínum hefur fólk með einhverjum hætti vænst breytinga, ummyndunar heimsins. Hérna má sjá kjarna þessarar ummyndunar sem ein er þess umkomin að endurnýja heiminn: Ofbeldið ummyndast í elsku og dauðinn í líf. Þar sem þessi athöfn hefur ummyndað dauðann í líf, þá er dauðinn sem slíkur þegar lagður að velli hið innra, upprisan er þegar fyrir hendi. Dauðinn er þannig bókstaflega særður helsári þannig að hann hefur ekki lengur síðasta orðið.

Þessi fyrsta áþreifanlega ummyndun ofbeldis í elsku, á dauða í líf, leiðir til annarrar ummyndunar. Brauðið og vínið verður að líkama hans og blóði. En hér má ekki láta staðar numið. Þvert á móti verður ferli ummyndunarinnar að öðlast aukið vægi. Okkur er gefinn líkami Krists og blóð þannig að við ummyndumst sjálf í kjölfarið. Við eigum að verða að líkama Krists, hans eigið hold og blóð. Við etum öll af hinu sama brauði og þetta felur í sér að við verðum að þessu brauði. Með þessum hætti verður tilbeiðslan að sameiningu, eins og við höfðum áður vikið að. Guð stendur ekki einungis lengur frammi fyrir okkur eins og hinn Eini sem er allt öðru vísi. Hann er hið innra með okkur og við erum í honum. Lífskraftur hans skýtur rótum í okkur sjálfum og leitast síðan við að streyma til annarra þar til hann fyllir heiminn þannig að þessi elska verður sannlega að ríkjandi lífskrafti heimsins.

© Bræðralag kristinna trúarkenninga

SJÁ VEFRIT KARMELS:
http://tabernacleoftheheart.com/Vefrit_Karmels/Greinar%20og%20skrif/Ritningarlestrar/Inngangur/Inngangur.html

1 athugasemd

Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Jesús óttaðist ekki að taka þá áhættu að glata vinsældum og viðurkenningu meðal fólks. Hann sagði sannleikann. Hann lagaði sannleikann ekki til eða setti í „gjafapakkaumbúðir.“ Hann dró ekki úr honum. Í hans huga er sannleikurinn sannleikur, ekkert meira né minna og ekkert annað. Meðtakið hann eða hafnið honum og hið sama átti við um hann sjálfan.

Fjölmargir þeirra sem hafa orðið sundlunaranda Antíkrists að bráð, og telja sig þó enn í kristinna manna tölu, biðja daglega: „Verði þinn vilji“ (Lk 11. 2).

Þeim hinum sömu er hollt að spyrja sjálfa sig – þó ekki nema innan marka náttúrlegrar skynsemi: Er það VILJI Guðs að manna börn séu daglega deydd? Er það VILJI Guðs að karlmaður girnist karlmann og kona girnist konu í hjarta sínu? Er það VILJI Guðs að öll fjölskyldugildi séu fótum troðin? Er það VILJI Guðs að framleiða snyrtivörur og bóluefni úr náum deyddra barna? Er það VILJI Guðs að boðorð hans séu fótumtroðin daglega af þeim sem telja sig til þjóna Drottins?

Ef svarið er játandi, þá segi ég við þá hina sömu: Þið hafið orðið sundlunarandanum að bráð. Gerið iðrun áður en nóttin skellur á þegar engin getur unnið.

Vei þeim sem segja að myrkur sé ljós og ljós myrkur! Vei þeim sem þegja þunnu hljóði þannig að predikun þeirra er eins og gjallandi bjalla fláræðis og svartnættis, því að frá þeim sem hafa ekki verður tekið.

Slíkum er ekki heimilað að ganga að borði Drottins nema þeir geri það sjálfum sér til tjóns! Einn hinna heilögu feðra sagði:

Rétt eins og Satan rær að því öllum árum að koma í veg fyrir vilja Guðs, það er að segja að boðorðin séu virt, og stendur gegn Guði og berst gegn honum í gegnum okkur til að koma í veg fyrir að þau séu virt, þá þráir Guð einnig að við uppfyllum heilagan vilja sinn, það er að segja eins og ég hef sagt, hin guðdómlegu og lífgefandi boðorð.

Þessi sami faðir sagði á öðrum stað:

Maðurinn getur kosið sér dyggðugt eða syndsamlegt líferni því að Ritningarnar segja: „Sæll er sá maður, er eigi fer að ráðum óguðlegra, og eigi gengur á vegi syndarinnar“ (Sl 1. 1). Og postulinn boðar: Standið því gyrtir sannleika um lendar yðar (Ef 6. 14).

20.08.06 @ 14:02