« Hinir þrír myrku dagar (2)Ritningarlesturinn 31. október 2006 »

01.11.06

  08:11:21, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 564 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 1. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt 5. 1-12

Þegar hann sá mannfjöldann, gekk hann upp á fjallið. Þar settist hann, og lærisveinar hans komu til hans. Þá lauk hann upp munni sínum, kenndi þeim og sagði: „Sælir eru fátækir í anda, því að þeirra er himnaríki. Sælir eru sorgbitnir, því að þeir munu huggaðir verða. Sælir eru hógværir, því að þeir munu jörðina erfa. Sælir eru þeir, sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu, því að þeir munu saddir verða. Sælir eru miskunnsamir, því að þeim mun miskunnað verða. Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá. Sælir eru friðflytjendur, því að þeir munu Guðs börn kallaðir verða. Sælir eru þeir, sem ofsóttir eru fyrir réttlætis sakir, því að þeirra er himnaríki. Sælir eruð þér, þá er menn smána yður, ofsækja og ljúga á yður öllu illu mín vegna. Verið glaðir og fagnið, því að laun yðar eru mikil á himnum. Þannig ofsóttu þeir spámennina, sem voru á undan yður.“

Í dag heiðrar kirkjan: Alla heilaga, Allra heilaga messa. Hugleiðing dagsins: Heil. Katrín frá Síena (1347-1380), Þriðju reglu dóminíkani, kirkjufræðari og annar tveggja verndardýrlinga Evrópu. Samræðurnar, 41. kafli: „Ég trúi á samfélag heilagra“ (Trúarjátningin)

Guð sagði við Katrínu: „Réttlát sál sem lauk lífi sínu í ástúð kærleikans og böndum kærleikans getur ekki vaxið frekar í dyggðunum. Tími hennar er útrunninn, en hún getur ætíð elskað í þeirri ástúð sem hún nálgast mig í og í þeim mæli sem henni er mældur (Lk 6. 38). Hún þráir mig sífellt og elskar mig og þrá hennar er ekki til einskis: Hungruð er hún mettuð og mettuð er hún enn hungruð. En erfiði saðningarinnar og hungurkvalirnar eru henni fjarri. Í elskunni fagna blessaðar sálir í eilífu ásæi á mér og eiga hlutdeild í þeim gæðum sem eru í mér, sérhver samkvæmt sínum mæli, það er að segja í þeim mæli elsku sem þær komu til mín er þeim útmælt.

Þar sem þær hafa lifað í elsku til mín og á náungum sínum eru þær sameinaðar í elskunni. Þær fagna og gleðjast og eiga hlutdeild í gæðum hverrar annarrar í ástúð elskunnar og auk þess í þeim alheimslegu gæðum sem þær verða allar aðnjótandi saman. Og hinir heilögu fagna og gleðjast með englunum í samfélagi við þá. Þeir eiga sérstakt samfélag við þá sem þeir elskuðu af sérstakri ástúð í heiminum. Í þessari ástúð tóku þeir út vöxt í náðinni og dyggðunum og sérhver þeirra og einn var tilefni fyrir aðra til að opinbera dýrð og vegsemd nafns míns. Í lífi sem varir að eilífu hafa þeir ekki glatað elsku sinni heldur er hún þeirra enn. Sú sæla sem þeir njóta sökum hamingju annarra eykur þeirra eigin hamingju enn frekar í enn ríkara mæli.“

© Bræðralag kristinna trúarkenninga

VEFRIT KARMELS:
http://tabernacleoftheheart.com/Vefrit_Karmels/Greinar%20og%20skrif/Ritningarlestrar/Inngangur/Inngangur.html

2 athugasemdir

Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Þennan góða texta þarf að lesa með athygli og íhugan, þetta eru ekki fagurmæli einber og skrautyrði, heldur þrungið merkingu – og henni trúverðugri og huggunarríkri. Trúverðugri, segir ég, því að ekki fæ ég séð að textinn sé í ósamræmi við Ritninguna, miklu fremur í samhljómi við margt í henni. Það er þá gott að kynnast heilagri Katrínu svona sem kirkjufræðara (Doctor Ecclesiæ).

01.11.06 @ 23:43
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Já, nafni! Santa Catarina Benincasa (1347-1380) eða heilög Katrín eins og við þekkjum hana var stórmerk kona. Hún var orðin 26 ára gömul þegar hún lærði að lesa og skrifa. Þrátt fyrir það leituðu allir helstu stjórnmálamenn ítölsku borgríkjanna stöðugt ráða hjá henni. Þetta átti ekki síður við um páfann. Alt var þetta sökum þess að Drottinn smurði dýrlegu og háheilögu blóði sínu á hjarta hennar.

Katrín varð sannfærð um að ef kirkjan gengi í gegnum siðbót, þá gætu þjónar hennar endurleyst allan heiminn. En hvernig gat hún verið sannfærð um að þrátt fyrir allar mennskar hindranir væri kraftaverk siðbótarinnar hugsanlegt? Árið 1376 öðlaðist Katrín dýpri skilning á sundrungu kirkjunnar í bæninni. Svo virtist sem Jesús legði krossinn á herðar Katrínar og rétti henni olífuviðargrein í hendur og segði henni að boða kirkjunni eftirfarandi orð: „Ég færi yður gleðilegan boðskap.“ Boðskapur þessi veitti henni svo mikla gleði að allar hennar þjáningar, erfiði og bænir urðu harla léttvægar. Drottinn sýndi henni að í brunarústum kirkjunnar myndi hann leiða henni fyrir sjónir mátt upprisu sinnar með því að blása sínu eigin lífi í lemstraðan líkama kirkjunnar og glæða að nýju það flekkleysi brúðar sinnar sem hann hafði lagt lífið í sölurnar fyrir.

Hversu ólík voru ekki viðbrögð hennar og Lúters. Hún stóð sem stólpi í kirkjunni í fárviðri samtíðar sinnar og endurreisti hana úr rústum í eldi elds Kristshjartans.

Páfi hér og páfi þar,
páfar allsstaðar!

Þetta er niðurstaðan af „siðaskiptum“ mótmælenda. Þúsundir páfa, hvað sem þeir svo heita og allir vilja vera páfar og því klofnar „kirkja“ þeirra í sífellt meiri öreindarbrot. Allir vilja vera páfar hver á sína vísu.

02.11.06 @ 09:38