« Ritningarlesturinn 2. desember 2006Ritningarlesturinn 30. nóvember 2006 »

01.12.06

  08:58:42, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 424 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 1. desember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 21. 29-33

Hann sagði þeim og líkingu: „Gætið að fíkjutrénu og öðrum trjám. Þegar þér sjáið þau farin að bruma, þá vitið þér af sjálfum yður, að sumarið er í nánd. Eins skuluð þér vita, þegar þér sjáið þetta verða, að Guðs ríki er í nánd. Sannlega segi ég yður: Þessi kynslóð mun ekki líða undir lok, uns allt er komið fram. Himinn og jörð munu líða undir lok, en orð mín munu aldrei undir lok líða.
Í dag heiðrar kirkjan: Blessaðan Jóhannes frá Vercelli (um 1205-1283). Hugleiðing dagsins: John Henry Newman (1801-1890), kardínáli, reglustofnandi og guðfræðingur. PPS IV, 13: Dæmisagan af fíkjutrénu

Aðeins einu sinni árlega birtir hinn sýnilegur heimur huldan mátt sinn og opinberar sig með vissum hætti. Þá birtast laufin og blómgast á trjánum og blómin, grasið og kornið vakna til lífs. Það líf sem Guð hefur hulið í efnisheiminum brýst óvænt fram og verður sýnilegt. Jæja, þetta leiðir ykkur fyrir sjónir, rétt eins og um sýnishorn sé að ræða, hvers lífið er umkomið að boði Guðs fyrir orði hans. Sá dagur mun renna upp að sú jörð sem nú stendur laufguð í öllum sínum blóma mun umbreytast í nýjan heim ljóss og dýrðar þegar við munum sjá dvalarstað hinna heilögu og englanna.

Hver hefði látið hvarfla að sér, nema sökum þessarar reynslu af fyrri vorkomum í lífi sínu og gert sér í hugarlund tveimur eða þremur mánuðum áður, að ásjóna náttúrunnar sem virtist svo lífvana íklæddist slíkri fegurð og fjölbreytni? Sama máli gegnir um komu hins eilífa vors sem allir kristnir menn vænta. Það mun koma þó að þetta dragist á langinn, en þrátt fyrir þessa töf skulum við bíða þess vegna þess að „innan harla skamms tíma mun sá koma, sem koma á, og ekki dvelst honum“ (Heb 10. 37). Því biðjum við dag eftir dag: „Komi þitt ríki,“ en þetta þýðir: „ Þú sem ríkir uppi yfir kerúbunum, birst þú í geisladýrð. Tak á mætti þínum og kom oss til hjálpar!“ (Sl 80. 3).

© Bræðralag kristinna trúarkenninga

VEFRIT KARMELS:
http://tabernacleoftheheart.com/Vefrit_Karmels/Greinar%20og%20skrif/Ritningarlestrar/Inngangur/Inngangur.html

No feedback yet