« Ritningarlesturinn 2. ágúst 2006Ritningarlesturinn 31. júlí 2006 »

01.08.06

  06:34:55, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 340 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 1. ágúst 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Matteus 13. 35-43

Það átti að rætast, sem sagt er fyrir munn spámannsins: Ég mun opna munn minn í dæmisögum, mæla fram það, sem hulið var frá grundvöllun heims. Þá skildi hann við mannfjöldann og fór inn. Lærisveinar hans komu til hans og sögðu: "Skýrðu fyrir oss dæmisöguna um illgresið á akrinum." Hann mælti: "Sá er sáir góða sæðinu, er Mannssonurinn, akurinn er heimurinn, góða sæðið merkir börn ríkisins, en illgresið börn hins vonda. Óvinurinn, sem sáði því, er djöfullinn. Kornskurðurinn er endir veraldar og kornskurðarmennirnir englar. Eins og illgresinu er safnað og brennt í eldi, þannig verður við endi veraldar. Mannssonurinn mun senda engla sína, og þeir munu safna úr ríki hans öllum, sem hneykslunum valda og ranglæti fremja, og kasta þeim í eldsofninn. Þar verður grátur og gnístran tanna. Þá munu réttlátir skína sem sól í ríki föður þeirra. Hver sem eyru hefur, hann heyri.

Í dag minnist kirkjan: Heil. Alphonsus Liguori (1696-1787). Hugleiðing dagsins, Blessuð Teresa frá Kalkútta (1910-1997), stofnandi Kærleikstrúboðanna: „Góða sæðið merkir börn ríkisins.“

Það er ekki um tvo heima að ræða, efnislegan og andlegan. Ríkið er aðeins eitt: „Guðsríkið á jörðu sem á himni“ (Mt 6. 10).

Fjölmörg okkar biðja: „Faðir vor, þú sem ert á himnum.“ Við höldum að Guð sé þarna uppi og þannig verður tvíhyggja tveggja heima til. Fjölmargir Vesturlandabúar vilja aðskilja efnið og andann að sem er bæði þægilegt og hagkvæmt. Sannleikurinn er einn, veruleikinn er einn. Jafnskjótt og við játum holdgun Guðs – Holdtekjuna – en í hugum kristinna manna birtist hún í Jesú Kristi, þá tökum við hlutina alvarlega.

© Bræðralag kristinna trúarkenninga

SJÁ VEFRIT KARMELS:
http://tabernacleoftheheart.com/Vefrit_Karmels/Greinar%20og%20skrif/Ritningarlestrar/Inngangur/Inngangur.html

No feedback yet