« Að skrökva með hálfsannleika!Ritningarlesturinn 18. júlí 2006 »

19.07.06

  05:16:50, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 371 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 19. júlí 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt 11. 25-27

Á þeim tíma tók Jesús svo til orða: „Ég vegsama þig, Faðir, herra himins og jarðar, að þú hefur hulið þetta spekingum og hyggindamönnum, en opinberað það smælingjum. Já, Faðir, svo var þér þóknanlegt. Allt er mér falið af Föður mínum, og enginn þekkir soninn nema Faðirinn, né þekkir nokkur Föðurinn nema Sonurinn og sá er Sonurinn vill opinbera hann.

Í dag minnist kirkjan: Þjóna Guðs Francis Garces og félaga. Hugleiðing dagsins: Heil. Íreneus frá Lyon (um 130-208), biskup, guðfræðingur og píslarvottur. Gegn villutrú IV. 6, 4. 7. 3: „Þú hefur opinberað það smælingjum.“

Það sem Drottinn kennir okkur er að enginn geti þekkt Guð nema því aðeins að Guð uppfræði hann. Eða með öðrum orðum: Við getum ekki þekkt Guð án hjálpar Guðs. En Faðirinn þráir að verða kunnur. Þeim sem Sonurinn opinberar hann þekkja hann. Orðið „opinberar“ ekki einungis það sem lýtur að framtíðinni, rétt eins og Orðið hafi tekið að opinbera Föðurinn eftir að María fæddi hann. Þetta á við um alla tíma. Allt frá upphafi kunngerir Sonurinn sköpuninni fyrirhugun sína: Að hann opinberi Föðurinn öllum þeim sem Faðirinn vill opinberast þegar hann vill og eins og honum er velþóknanlegt. Í öllum hlutum og fyrir alla hluti er einungis um einn Guð að ræða, Föðurinn, eitt Orð, einn Anda og eitt hjálpræði til handa þeim sem trúa á hann.

Enginn getur þekkt Föðurinn án Orðs Guðs, það er að segja án þess að Sonurinn opinberi hann og enginn getur þekkt Soninn án þess að það sé Föðurnum „þóknanlegt“ (Mt 11. 26). Nú framkvæmir Sonurinn það sem Faðirinn vill í gæsku sinni. Faðirinn sendir og Sonurinn er sendur og hann kemur. Og þessi Faðir sem er takmarkalaus og ósýnilegur verður þekktur fyrir Orð sitt og þetta Orð kunngerir þann sem er óumræðilegur (Jh 1. 18).

© Bræðralag kristinna trúarkenninga

SJÁ VEFRIT KARMELS:
http://tabernacleoftheheart.com/Vefrit_Karmels/Greinar%20og%20skrif/Ritningarlestrar/Inngangur/Inngangur.html

No feedback yet