« Ritningarlesturinn 20. ágúst 2006Spádómur heil. Nilosar (dáinn 12. nóvember 1651), einsetumanns á Aþosfjalli »

19.08.06

  05:47:31, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 279 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 19. ágúst 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt 19. 13-15

Þá færðu menn til hans börn, að hann legði hendur yfir þau og bæði fyrir þeim, en lærisveinar hans átöldu þá. En Jesús sagði: „Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi, því að slíkra er himnaríki.“ Og hann lagði hendur yfir þau og fór þaðan.
Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Jean Eudes (1601-1680), höfund Litaníu hins Alhelga Hjarta Jesú og reglustofnanda (Systra Móður okkar af kærleikanum). Hugleiðing dagsins: Blessuð Teresa frá Kalkútta (1910-1997), stofnandi reglu Kærleikssystranna: „Leyfið börnunum að koma til mín. . . því að slíkra er himnaríki.“

Þetta er vegur elskuríkrar trúfestu:
– að gefast Guði Föður algjörlega á vald, skilyrðislaust og óafturkallanlega, þrátt fyrir að allt virðist ætla að mistakast.
– að horfa einungis til hans sem skjól okkar og hjálp.
– að hafna efasemdum og mótlæti og fela Dottni á hendur alla okkar angist til að halda göngunni áfram í fullkomnu frelsi.
– að þora að óttast ekki neinar hindranir í fullvissu þess að „Guði er enginn hlutur um megn“ (Lk 1. 37).
– að setja allt sitt traust á okkar himneska Föður í öllum hlutum og af ómeðvitaðri sjálfsgjöf eins og börn og vera sannfærður um að sjálf erum við einskisnýt, en engu að síður sannfærð um föðurlega gæsku hans, og ef nauðsynlegt af djörfung.

© Bræðralag kristinna trúarkenninga

SJÁ VEFRIT KARMELS:
http://tabernacleoftheheart.com/Vefrit_Karmels/Greinar%20og%20skrif/Ritningarlestrar/Inngangur/Inngangur.html

No feedback yet