« 8. Helstu þættir guðrækni hins Alhelga Hjarta Jesú.Ljóð andans eftir Jóhannes af Krossi »

18.10.06

  07:26:42, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 643 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 18. október 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 10. 1-9

Eftir þetta kvaddi Drottinn til aðra, sjötíu og tvo að tölu, og sendi þá á undan sér, tvo og tvo, í hverja þá borg og stað, sem hann ætlaði sjálfur að koma til. Og hann sagði við þá: „Uppskeran er mikil, en verkamenn fáir. Biðjið því herra uppskerunnar að senda verkamenn til uppskeru sinnar. Farið! Ég sendi yður eins og lömb meðal úlfa. Hafið ekki pyngju, ekki mal né skó, og heilsið engum á leiðinni. Hvar sem þér komið í hús, þá segið fyrst: ,Friður sé með þessu húsi.' Og sé þar friðar sonur, mun friður yðar hvíla yfir honum, ella hverfa aftur til yðar. Verið um kyrrt í sama húsi, neytið þess, sem þar er fram boðið í mat og drykk. Verður er verkamaðurinn launa sinna. Eigi skuluð þér flytjast hús úr húsi. Og hvar sem þér komið í borg og tekið er við yður, þá neytið þess, sem fyrir yður er sett. Læknið þá, sem þar eru sjúkir, og segið þeim: ,Guðs ríki er komið í nánd við yður.'

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Lúkas guðspjallamann. Hugleiðing: Annað Vatíkanþingið Stjórnskipun kirkjunnar um guðdómlegar opinberanir (Dei Verbum), §18-19: Heil. Lúkas skrifar: „Nú hef ég athugað kostgæfilega allt þetta frá upphafi og réð því einnig af að rita samfellda sögu“

Það er almennt vitað að meðal Ritninganna, jafnvel rita Nýja testamentisins, að guðspjöllin vega þyngst með sérstökum hætti og það með réttu vegna þess að þau eru höfuðvitnisburðurinn um líf og kenningar hins holdgaða Orðs, Frelsara vors. Kirkjan hefur ávallt og alls staðar haldið því fram og gerir áfram að guðspjöllin fjögur séu frá postulunum komin. Það sem postularnir predikuðu til að uppfylla boð Krists eftirlétu þeir sjálfir og aðrir þjónar fagnaðarerindisins oss í hendur í skrifum sínum: Grundvöll trúarinnar, það er að segja guðspjöllin fjögur samkvæmt Matteusi, Markúsi, Lúkasi og Jóhannesi.

Heilög móðir kirkja hefur af einurð og fyllstu festu haldið því fram og gerir áfram, að þau fjögur guðspjöll sem nefnd hafa verið í þessu miðli óvéfengjanlega og trúverðuglega að hennar dómi sannleika þeim sem Jesú kenndi og boðaði meðan hann lifði á meðal mannanna þeim til eilífs hjálpræðis allt til þess dags sem hann var uppnuminn til himna (sjá P 1. 1). Postular Drottins miðluðu áheyrendum sínum í raun því sem hann hafði sagt og gert. Þetta gerðu þeir í ljósi þess skilnings sem þeir voru uppfræddir um með dýrlegum atvikum í lífi Krists og ljós Anda sannleikans kenndi þeim (Jh 14. 26).

Hinir heilögu höfundar skrifuðu guðspjöllin fjögur með því að velja ákveðin atvik af þeim fjölmörgu sem varðveist höfðu með munnlegri geymd og í rituðu máli og drógu sumt saman og útskýrðu með hliðsjón af aðstæðum í sínum eigin kirkjum með því að varðveita boðskapinn og ávallt með þeim hætti að greina oss af einlægni sannleika Jesú. Tilgangur þeirra með skrifum sínum var að miðla oss „sannleikanum“ annað hvort eftir minni og minningum eða því sem oss hafa flutt menn samkvæmt vitnisburði þeirra „er frá öndverði voru sjónarvottar og þjónar orðsins“ ( sjá Lk 1. 2-4).

© Bræðralag kristinna trúarkenninga

VEFRIT KARMELS:
http://tabernacleoftheheart.com/Vefrit_Karmels/Greinar%20og%20skrif/Ritningarlestrar/Inngangur/Inngangur.html

No feedback yet