« Ljóð andans eftir Jóhannes af KrossiÞú, þú, þú eftir Martin Büber »

17.10.06

  07:40:36, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 461 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 17. október 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 11. 37-41

Þá er hann hafði þetta mælt, bauð farísei nokkur honum til dagverðar hjá sér. Hann kom og settist til borðs. Faríseinn sá, að hann tók ekki handlaugar á undan máltíðinni, og furðaði hann á því. Drottinn sagði þá við hann: „Þér farísear, þér hreinsið bikarinn og fatið utan, en hið innra eruð þér fullir yfirgangs og illsku. Þér heimskingjar, hefur sá, sem gjörði hið ytra, ekki einnig gjört hið innra? En gefið fátækum það, sem í er látið, og þá er allt yður hreint.“

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Ignatíus frá Antiokkíu (d. 107) og heil. Margaret Marie Alacoque (1647-1680). Hugleiðing dagsins: Baudoin de Ford (? – um 1190), ábóti í Sistersíanreglunni. 6. hugvekja um Hebreabréfið 4. 12: „Þér hreinsið bikarinn og fatið utan . . . Þér heimskingjar, hefur sá, sem gjörði hið ytra, ekki einnig gjört hið innra?“

Drottinn þekkir hugsanir og hyggju hjarta okkar. Það er engum vafa undirorpið að það er þetta sem hann gerir, en við þekkjum einungis þær þeirra sem hann opinberar okkur með náð hinnar andlegu greiningargáfu. Hugur mannsins gerir sér ekki ávallt ljós hvað býr með honum hið innra, og jafnvel þegar hann glímir við hugsanir sínar hvort þær séu komnar frá honum eða ekki. Hann hugsar iðulega um þær án þess að þær séu til samræmis við veruleikann. Skerpa hans er svo myrkvuð að hann ber jafnvel ekki skyn á þær þeirra sem birtast með ljósum hætti í huga hans.

Iðulega bregður svo við að mennsk skynsemi lætur stjórnast af einhverjum mennskum orsökum eða af freistaranum og hugsanir hans mótast af einhverju sem virðist vera guðrækilegt, en verðskuldar alls ekki að vera endurgoldið sem dyggð í augum Guðs. Sumt getur virst vera sönn dyggð með hliðsjón af ásýnd sinni en er löstur sem blekkir auga hjartans. Tælingarnar geta haft truflandi áhrif á skilning okkar þannig að hann getur talið það af hinu góða sem er í raun og veru af hinu illa og andstætt þessu geta þær láið skilning okkar sjá einhverja illsku þegar er ekki um neina illsku að ræða. Þetta er eitt afbrigði örbirgðar okkar og fávisku sem okkur ber að standa stuggur af.

Hver getur gengið úr skugga um hvort andi sé kominn frá Guði öðru vísi en að Guð hafi gefið viðkomandi greiningargáfu andanna? Greiningargáfan er uppspretta allra dyggða.

© Bræðralag kristinna trúarkenninga

VEFRIT KARMELS:

http://tabernacleoftheheart.com/Vefrit_Karmels/Greinar%20og%20skrif/Ritningarlestrar/Inngangur/Inngangur.html

No feedback yet