« Ritningarlesturinn 18. júlí 2006Ritningarlesturinn 16. júlí 2006 »

17.07.06

  07:33:29, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 656 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 17. júlí 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists mánud. 17 júlí er úr Mt. 10. 34-42

Ætlið ekki, að ég sé kominn að færa frið á jörð. Ég kom ekki að færa frið, heldur sverð. Ég er kominn að gjöra ,son andvígan föður sínum, dóttur móður sinni og tengdadóttur tengdamóður sinni. Og heimamenn manns verða óvinir hans.' Sá sem ann föður eða móður meir en mér, er mín ekki verður, og sá sem ann syni eða dóttur meir en mér, er mín ekki verður. Hver sem tekur ekki sinn kross og fylgir mér, er mín ekki verður. Sá sem ætlar að finna líf sitt, týnir því, og sá sem týnir lífi sínu mín vegna, finnur það. Sá sem tekur við yður, tekur við mér, og sá sem tekur við mér, tekur við þeim, er sendi mig. Sá sem tekur við spámanni, vegna þess að hann er spámaður, mun fá spámanns laun, og sá sem tekur við réttlátum manni, vegna þess að hann er réttlátur, mun fá laun réttláts manns. Og hver sem gefur einum þessara smælingja svaladrykk vegna þess eins, að hann er lærisveinn, sannlega segi ég yður, hann mun alls ekki missa af launum sínum."

Í dag minnist kirkjan: Hinna blessuðu píslarvotta frá Compiegne  Hugleiðing dagsins: Heil. Jóhannes Crysostomos (um 345-407), biskup í Antíokkíu og síðar Miklagarði, kirkjufræðari. Hugvekja um Postulasöguna, 45: „Sá sem tekur við yður, tekur við mér“

Drottinn sagði: „Hver sem tekur við þessu barni í mínu nafni, tekur við mér“ (Lk 9. 48). Því lítilsigldari sem bróðir okkar er, því meira er Kristur nærverandi. Þegar við tökum á móti stórmenni gerum við það iðulega af hégómagirnd. En sá sem tekur á móti þeim sem er óþekktur gerir slíkt af hreinu hugarfari og sökum Krists. Hann sagði: „Gestur var ég og þér hýstuð mig.“ Og enn og aftur: „Allt, sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér“ (Mt 25. 35, 40). Þar sem hann er að tala um trúaðan mann og bróðir, þá kemur Kristur inn með honum, hversu lítill sem hann er. Opnið því hús ykkar og takið fagnandi á móti honum.

„Sá sem tekur við spámanni, vegna þess að hann er spámaður, mun fá spámanns laun.“ Sá sem tekur þannig á móti Krists mun því fá laun fyrir auðsýnda gestrisni við Krists. Þið skuluð ekki draga orð hans í efa heldur trúa þeim. Sjálfur sagði hann okkur: „Ég er nærverandi í þeim.“ Og til þess orð hans yrðu ekki dregin í efa þá fyrirbjó hann þeim refsingu sem fagna honum ekki og heiðrar þá sem hlíta þeim (Mt 25. 31 og áfram). Þetta gerði hann ekki ef heiður og vansæmd hefði ekki persónuleg áhrif á hann. Hann segir: „Þið hýstuð mig og ég mun leiða ykkur inn í konungsríki Föður míns. Hungraður var ég og þið forðuðuð mér frá hungrinu og ég mun forða ykkur frá syndunum. Þið sáuð mig í hlekkjum og ég mun leiða ykkur til frelsis. Þið sáuð mig ókunnan og ég mun gera ykkur að borgurum himnaríkis. Þér gáfuð mér brauð og ég mun gefa ykkur Konungsríkið að arfleifð. Þið hjálpuðuð mér í leynum og þetta mun ég kunngera og segja að þið séuð velgjörðarmenn mínir sem ég stend í þakkarskuld við.

© Bræðralag kristinna trúarkenninga

SJÁ VEFRIT KARMELS: http://tabernacleoftheheart.com/Vefrit_Karmels/Greinar%20og%20skrif/Ritningarlestrar/Inngangur/Inngangur.html

No feedback yet