« Hl. Katrín frá Siena – Ó, eilífi Faðir!Ritningarlesturinn 15. nóvember 2006 »

16.11.06

  08:57:59, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 350 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 16. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 17. 22-25

Farísear spurðu hann, hvenær Guðs ríki kæmi. Hann svaraði þeim: „Guðs ríki kemur ekki þannig, að á því beri. Ekki munu menn segja: Sjá, þar er það eða hér er það, því Guðs ríki er innra með yður.“ Og hann sagði við lærisveinana: „Þeir dagar munu koma, að þér þráið að sjá einn dag Mannssonarins og munuð eigi sjá. Menn munu segja við yður: Sjá hér, sjá þar. En farið ekki og hlaupið eftir því. Eins og elding, sem leiftrar og lýsir frá einu skauti himins til annars, svo mun Mannssonurinn verða á degi sínum. En fyrst á hann margt að líða og útskúfaður verða af þessari kynslóð.

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Margrét af Skotlandi (1050?-1093).  Hugleiðing dagsins: Heil. Thérèse af Jesúbarninu (1873-1897), karmelsystir og kirkjufræðari. Ævisaga, handrit A, 84 r°: „Guðs ríki er innra með yður.“

Það eru fyrst og fremst guðspjöllin sem ég styðst við í bænum mínum. Þar finn ég allt sem hin snauða og smáa sál mín þarfnast. Þar uppgötva ég ávallt ný ljós, hulda og yfirskilvitlega merkingu.

Ég skil og hef sannreynt að „Guðs ríki er innra með yður.“ Jesús þarfnast hvorki bóka eða lærdómsmanna til að uppfræða sálirnar. Hann sem er Kennari kennara kennir án háreystar og orða. Ég hef aldrei heyrt hann tala, en skynja að hann er í mér. Hann leiðbeinir mér á sérhverju andartaki og blæs því mér í brjóst sem ég verð að segja eða gera. Einmitt þegar ég þarfnast þess sé ég ljós sem ég hafði ekki séð áður. Oftast gerist þetta ekki fyrst og fremst í bæninni, heldur mitt í dagsins önn.“

© Bræðralag kristinna trúarkenninga

VEFRIT KARMELS:
http://tabernacleoftheheart.com/Vefrit_Karmels/Greinar%20og%20skrif/Ritningarlestrar/Inngangur/Inngangur.html

No feedback yet