« Táknið sem móti verður mælt (sjá Ritningarlestur dagsins 15. september)Ritningarlesturinn 14. september 2006 »

15.09.06

  07:38:12, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 402 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 15. september 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists föstudaginn 15. september er úr Lúkas 2. 33-35

Faðir hans og móðir undruðust það, er sagt var um hann. En Símeon blessaði þau og sagði við Maríu móður hans: "Þessi sveinn er settur til falls og til viðreisnar mörgum í Ísrael og til tákns, sem móti verður mælt, og sjálf munt þú sverði níst í sálu þinni. Þannig munu hugsanir margra hjartna verða augljósar."

Í dag heiðrar kirkjan: Vora Frú af þjáningunni.  Hugleiðing dagsins: Heil. Bonaventura (1221-1274), fransiskani og kirkjufræðari. Sjö náðargjafir Heilags Anda, VI. 15-21: „Nú er hún móðir þín“ (Jh 19. 26).

Hin dýrlega Mey tók þátt í að greiða lausnargjald okkar vegna þess að hún var hugdjörf kona sem elskar með hinni miskunnarríku Kristselsku. Í guðspjalli heil. Jóhannesar lesum við: „Þegar konan fæðir, er hún í nauð, því að stund hennar er komin“ (Jh 16. 21). Hin blessaða Mey upplifði ekki þessa nauð sem er undanfari fæðingar barnsins vegna þess að þegar hún fæddi var það ekki til samræmis við synd Evu og fjandskaps bölvunarorðanna sem mælt voru (1M 3. 15). Það var síðar sem hún sannreyndi þessa nauð: Hún fæddi við krossinn. Fyrri konan leið líkamlega nauð, en hún upplifði neyð hjartans. Fyrri konan gerði það með líkamlegum hætti, hún í miskunnarríkri elsku.

Hin blessaða Mey tók þátt í að greiða lausnargjald okkar sem hugdjörf kona sem elskaði mannkynið og um fram allt hina kristnu í hinni miskunnarríku elsku: „Hvort fær kona gleymt brjóstabarni sínu, að hún miskunni eigi lífsafkvæmi sínu?“ (Jes 49. 15). Þetta gerir okkur ljóst að allur hinn kristni lýður er komin úr skauti hinnar dýrlegu Meyjar. Hversu elskuríka móður eigum við ekki! Við skulum því gera hana að fyrirmynd okkar og fylgja henni eftir í elskunni. Hún var gagntekin miskunn gagnvart sálunum í svo ríkulegum mæli, að hún mat allan missi efnislegra gæða og líkamlegra þjáninga sem ekkert. „Þér eruð verði keyptir“ (1Kor 6. 20) sem var hátt.

© Bræðralag kristinna trúarkenninga

SJÁ VEFRIT KARMELS:
http://tabernacleoftheheart.com/Vefrit_Karmels/Greinar%20og%20skrif/Ritningarlestrar/Inngangur/Inngangur.html

No feedback yet