« Ritningarlesturinn 16. nóvember 2006Evrópubandalagið verður arftaki Sovétríkjanna »

15.11.06

  08:42:39, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 507 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 15. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 17. 11-19

Svo bar við á ferð hans til Jerúsalem, að leið hans lá á mörkum Samaríu og Galíleu. Og er hann kom inn í þorp nokkurt, mættu honum tíu menn líkþráir. Þeir stóðu álengdar, hófu upp raust sína og kölluðu: „Jesús, meistari, miskunna þú oss!" Er hann leit þá, sagði hann við þá: „Farið og sýnið yður prestunum." Þeir héldu af stað og nú brá svo við, að þeir urðu hreinir. En einn þeirra sneri aftur, er hann sá, að hann var heill orðinn, og lofaði Guð hárri raustu. Hann féll fram á ásjónu sína að fótum Jesú og þakkaði honum. En hann var Samverji. Jesús sagði: „Urðu ekki allir tíu hreinir? Hvar eru hinir níu? Urðu engir til þess að snúa aftur að gefa Guði dýrðina nema þessi útlendingur?" Síðan mælti Jesús við hann: „Statt upp, og far leiðar þinnar. Trú þín hefur bjargað þér."
Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Albert hinn mikla (1206-1280). Hugleiðing dagsins: Heil. Jóhannes af Krossi. Ljóð andans 34,1: Hversu fögur ertu, vina mín!

Þær vináttugjafir sem Brúðguminn gefur sálinni á þessu stigi eru ósegjanlegar og þá lofgjörð og ástaryrði sem ganga iðulega á milli þeirra er ekki unnt að tjá með orðum. Hún lofar hann og þakkar honum og hann upphefur hana, lofar og þakkar henni, eins og ljóst má vera af Ljóðaljóðunum þegar hann segir við hana: Hversu fögur ertu, vina mín, hversu fögur ertu! Augu þín eru dúfuaugu (Ll 1. 13). Og hún svarar: Hversu fagur ert þú unnusti minn, já indæll (v. 14). Þau tjá þakkargjörð sína og lofgjörð og endurtaka með fjölmörgum öðrum orðum í Ljóðaljóðunum. Í þessu erindi gerir hún lítið úr sjálfri sér og segir að hún sé svört og fráhrindandi og lofar hann fyrir fegurð sína og náð vegna þess að með augnatilliti sínu veitti hann henni fegurð og náð. Og þar sem hann hefur til siðs að upphefja þá sem auðmýkja sig (Lk 14. 11; Mt 23. 12), þá einblínir hann á hana eins og hún bað hann að gera. Í næsta erindi ber hann lof á hana og upphefur hana og segir að hún sé ekki svört, eins og hún komst að orði um sjálfa sig, heldur hvít dúfa. Hann ber lof á ágæta eiginleika hennar sem eru eins og dúfunnar eða tutildúfunnar. Því segir hann:

Hvíta dúfan smávaxna
hefur snúið til arkarinnar með olífuviðargrein.
Og nú hefur turtildúfan
fundið þráðan maka sinn
á árbökkunum iðjagrænu.

© Bræðralag kristinna trúarkenninga

VEFRIT KARMELS:
http://tabernacleoftheheart.com/Vefrit_Karmels/Greinar%20og%20skrif/Ritningarlestrar/Inngangur/Inngangur.html

No feedback yet