« 7. Samfélag milljarða hjartnaLitaníu auðmýktarinnar »

14.10.06

  05:56:08, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 330 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 14. október 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 11. 27-28

Er hann mælti þetta, hóf kona ein í mannfjöldanum upp rödd sína og sagði við hann: „Sæll er sá kviður, er þig bar, og þau brjóst, er þú mylktir." Hann sagði: „Já, því sælir eru þeir, sem heyra Guðs orð og varðveita það."

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Callistus I páfa (d. um 222), píslarvott.  Hugleiðing dagsins: Heil. Pétur Damían (1007-1072), einsetumaður, biskup og kirkjufræðari. 45. predikun: „Já, því sælir eru þeir, sem heyra Guðs orð og varðveita það."

Það er sannleikanum samkvæmt að María Mey gat Krist í skauti sínu, en allir hinna útvöldu eru kallaðir til að bera hann í hjartanu í elskunni. Já, blessuð er hún, já, full blessunar, konan sem bar Jesús í níu mánuði í kviði sínum (sjá Lk 11. 27). Sjálfir erum við sælir þegar við hyggjum að því að bera hann í sífellu í hjörtum okkar. Vissulega var getnaður Krists í skauti Maríu mikið undur, en það er ekki síður undur þegar hann verður að gistivini hjartna okkar. Þetta er sannleikur vitnisburðar Jóhannesar: „Sjá, ég stend við dyrnar og knýi á. Ef einhver heyrir raust mína og lýkur upp dyrunum, þá mun ég fara inn og neyta kvöldverðar með honum og hann með mér“ (Opb 3. 21). Bræður! Enn og aftur skulum við leiða hugann að hátign okkar og samlíkingu við Maríu. Meyjan gat Krist í holdlegum kvið sínum og við berum hann í skauti hjartans. María nærði varir Krists með móðurmjólk sinni og við getum boðið honum fjölbreytilegustu fæðu með góðum verkum okkar sem eru honum til gleði.

© Bræðralag kristinna trúarkenninga

VEFRIT KARMELS:
http://tabernacleoftheheart.com/Vefrit_Karmels/Greinar%20og%20skrif/Ritningarlestrar/Inngangur/Inngangur.html

No feedback yet