« Evrópubandalagið verður arftaki SovétríkjannaRitningarlesturinn 13. nóvember 2006 »

14.11.06

  08:02:26, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 436 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 14. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lúkas 17. 7-10

„Hafi einhver yðar þjón, er plægir eða hirðir fénað, segir hann þá við hann, þegar hann kemur inn af akri: ,Kom þegar og set þig til borðs'? Segir hann ekki fremur við hann: ,Bú þú mér kvöldverð, gyrð þig og þjóna mér, meðan ég et og drekk, síðan getur þú etið og drukkið.' Og er hann þakklátur þjóni sínum fyrir að gjöra það, sem boðið var? Eins skuluð þér segja, þá er þér hafið gjört allt, sem yður var boðið: ,Ónýtir þjónar erum vér, vér höfum gjört það eitt, sem vér vorum skyldir að gjöra.‘“

Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Gertrude (1256?-1302). Hugleiðing dagsins: Úr Spakmælum feðranna: Pelagíus og Jóhannes, 5: Af abba Sylvanusi.

Þeir sögðu að abba Silvanus hafi hafti lærisvein í Sketis sem nefndur var Markús. Hann var afar hlýðinn og skrifaði einnig hina fornu skrift og öldungurinn elskaði hann sökum hlýðni hans. Hjá honum dvöldu einnig ellefu aðrir lærisveinar sem voru öfundsjúkir vegna þess að Sylvanus elskaði hann meira en þá. Og þegar öldungarnir í nágrenninu fréttu að hann elskaði hann meira en hina, tóku þeir það óstinnt upp.

Dag nokkurn komu þeir til hans og abba Sylvanus tók þá með sér út undir bert loft og byrjaði að banka á dyr klefa lærisveina sinna hvers á eftir öðrum og sagði: „Bróðir, komdu út því að ég þarf á þér að halda.” Enginn þeirra hlýddi honum. Og hann kom að klefa Markúsar og bankaði og sagði: „Markús.” Og þegar hann heyrði rödd gamla mannsins kom hann þegar í stað út og gamli maðurinn sendi hann einhverra erinda. Þá sagði abba Sylvanus við öldungana: „Hvar eru hinir bræðurnir?” Og hann fór inn í klefa Markúsar og fann blað úr bókfelli sem hann hafði byrjað að skrifa á því andartaki sem hann kallaði og hafði verið að skrifa bókstafinn O. Og þegar hann heyrði gamla manninn kalla hafði hann ekki lokið við að draga pennann heilan hring til að ljúka stafnum sem hann var að skrifa. Og öldungarnir sögðu: „Sannarlega elskum við þann bróður sem þú elskar vegna þess að Guð elskar hann.”

© Bræðralag kristinna trúarkenninga

VEFRIT KARMELS:
http://tabernacleoftheheart.com/Vefrit_Karmels/Greinar%20og%20skrif/Ritningarlestrar/Inngangur/Inngangur.html

No feedback yet