« Ritningarlesturinn 15. ágúst 2006Í tilefni stólræðu séra Skúla S. Ólafssonar í Keflavíkurkirkju sunnudaginn 13. ágúst 2006. »

14.08.06

  07:06:17, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 504 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 14. ágúst 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Mt 17. 22-27

Þegar þeir voru saman í Galíleu, sagði Jesús við þá: „Mannssonurinn verður framseldur í manna hendur, og þeir munu lífláta hann, en á þriðja degi mun hann upp rísa.“ Þeir urðu mjög hryggir. Þá er þeir komu til Kapernaum, gengu menn þeir, sem heimta inn musterisgjaldið, til Péturs og spurðu: „Geldur meistari yðar eigi musterisgjaldið?“ Hann kvað svo vera. En er hann kom inn, tók Jesús fyrr til máls og mælti: „Hvað líst þér, Símon? Af hverjum heimta konungar jarðarinnar toll eða skatt? Af börnum sínum eða vandalausum?“ „Af vandalausum,“ sagði Pétur. Jesús mælti: „Þá eru börnin frjáls. En til þess vér hneykslum þá ekki, skaltu fara niður að vatni og renna öngli, taktu síðan fyrsta fiskinn, sem þú dregur, opna munn hans og muntu finna pening. Tak hann og greið þeim fyrir mig og þig.“

Í dag minnist kirkjan: Heil. Maximilian Kolbe (1894-1941). Hugleiðing dagsins: Heil. Ambrosíus (340-397), biskup í Mílan og kirkjufræðari. Hugleiðingar um sálm 48. 14-15: Með píslum sínum galt Kristur fyrir sekt okkar.

Hver er þess umkominn að friðþægja fyrir sjálfan sig til viðbótar við það sem Kristur lagði fram að fórn þegar hann sætti heiminn við Guð með sínu eigin blóði? Er um einhverja háleitari fórn að ræða sem borin er fram af meiri rausn, einhvern betri talsmann að ræða en Jesús sem bar fram fyrirbænir sökum synda allra og lagði líf sitt í sölurnar svo að allir mætti frelsast?

Þannig er engrar frekari friðþægingar eða lausnargjalds krafist af okkar hálfu vegna þess að lausnargjald hvers og eins er blóð Drottins Jesú Krists sem einn er þess megnugur að sætta okkur við Föðurinn. Hann uppfyllti hlutverk sitt allt til hinstu stundar vegna þess að það voru okkar þjáningar sem hann tók á sínar herðar og sagði: „Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld“ (Mt 11. 28). . . Þannig þarf maðurinn ekki að leggja fram neitt af eigin mörkum sökum endurlausnar sinnar vegna þess að hann hefur verið hreinsaður af syndinni í eitt skipti fyrir öll í blóði Krists.

En þetta felur ekki í sér að hann hafi verið leystur undan því að þurfa ekki að fylgja ákveðnum lífsreglum og virða ekki boðorð Drottins. Meðan hann lifir verður hann að erfiða og í þessu má hann ekki bregðast til að lifa að eilífu svo að hann deyi ekki, þrátt fyrir að hann hafi þegar verðið frelsaður undan valdi dauðans.

© Bræðralag kristinna trúarkenninga

SJÁ VEFRIT KARMELS:
http://tabernacleoftheheart.com/Vefrit_Karmels/Greinar%20og%20skrif/Ritningarlestrar/Inngangur/Inngangur.html
 

4 athugasemdir

Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

„En þetta felur ekki í sér að hann hafi verið leystur undan því að þurfa ekki að fylgja ákveðnum lífsreglum og virða ekki boðorð Drottins. Meðan hann lifir verður hann að erfiða og í þessu má hann ekki bregðast til að lifa að eilífu svo að hann deyi ekki, þrátt fyrir að hann hafi þegar verðið frelsaður undan valdi dauðans.“

Sjáið góðir lesendur, hversu ólíkur boðskapur heil. Ambrosíusar er með hliðsjón af boðskap hinna nýju mannkynsfrelsara, þeirra séra Skúla í Keflavík og fríkirkjuprestsins málglaða á Tjarnarbakkanum. Heil. Símon nýguðfræðingur sagði: „Trú í Kristi, hinum sanna Guði, glæðir þrá eftir eilífri fullsælu og ótta við refsingu. Þrá eftir blessun og ótti við refsingu leiðir til þess að boðorðin eru virt í einu og öllu og skilyrðislaus hlýðni við boðorðin kennir mönnum að koma auga á eigin vanmátt“ (Hagnýt og guðfræðileg fyrirmæli, 4).

Sundlunarandinn hefur í reynd heltekið fríkirkjuprestinn á Tjarnarbakkanum svo gjörsamlega, að hann hefur glatað allri fótfestu í trúarsetningum kristindómsins. Þegar hann víkur að Samstarfshópi kristinna trúfélaga segir hann beinlínis að þeir styðji þrælahald með því að vera andvígir samkynhneigð!!!

Þegar Rómaveldi hrundi í lok fjórðu aldar og upphafi þeirrar fimmtu var kirkjan eina stofnunin sem var þess umkomin að taka að sér skyldur ríkisvaldsins. Þegar Vesturgotarnir fóru hamförum um Evrópu og lögðu Róm í auðn ríkti fullkomin upplausn. Þannig lögðu þeir fyrrverandi kornforðabúr rómverska ríkisins í auðn, það er að segja kristin landsvæði í Norðurafríku. Þannig varð Ágústínus kirkjufaðir hungurmorða í umsátri þeirra um Hippo. Vesturgotarnir eyðilögðu þannig öll áveitukerfi sem hafði tekið hundruðir ára að byggja upp.

Jafnskjótt og sæmilegur friður komst á var það Klóthildur Frakklandsdrottning sem afnam þrælahald að fullu og öllu árið 596 með lagasetningu. Þetta var einkennandi fyrir kristindóminn hvar sem hann náði að skjóta rótum: Afnám þrælahalds. Þegar áhrifa nýheiðninnar tók að gæta að nýju á þrettándu öld með fornmenntastefnunni tóku ákvæði hins forna Rómarréttar að birtist að nýju ú evrópskri löggjöf. Þannig var það Filipp fríði Frakkakonungur sem svipti konur að nýju því jafnrétti sem þær höfðu öðlast til ríkiserfða.

Það voru prófessorarnir við hinu nýstofnuðu háskóla, einkum í París, sem stóðu þessari þróun að baki með því að innleiða að nýju heiðin lagaboð Rómaréttarins forna ásamt mannfyrirlitningu hans. Þessarar þróunar gætti í síríkara mæli allt fram á nítjándu öld þegar franskar konur voru bókstaflega gerðar að „eign“ eiginmanna sinna og sviptar réttindum til erfða.

Of langt er að fara ítarlega út í þessi mál á þessum vettvangi, en að halda því fram að kristindómurinn sé hlynntur þrælahaldi er slík fásinna, að andmæla verður því af fyllstu einurð. En segja má að fríkirkjupresturinn á Tjarnarbakkanaum (séra Hjörtur Magni) sé afar langt leiddur af sundlunarandanum. Hann ætlar ef til vill að halda því fram að kristin kirkja hafi innleitt þrælahald á Íslandi við kristnitökuna?

Það er rétt að sum ummæla heilags Páls verður að skilja í sögulegu samhengi, eins og til að mynda þegar hann áminnti konurnar um að þegja við guðsþjónustur. Sjálfur hef ég verið margoft við orþodoxamessur, bæði í kaustrum og kirkjum. Þar stendur söfnðuðirnn enn í dag við messuna sem til forna, konurnar til vinstri og karlarnir til hægri í kirkjuskipinu. Ætlast til þess að messugestir þagi meðan á guðsþjónustunni stendur svo að þeir valdi ekki truflun.

Þegar heilagur Páll víkur að þrælunum á hann hreint og beint við að þeir geri ekki uppreisn gegn húsbændum sínum eins og gerðist hvað eftir annað til forna, vegna þess að Guð myndi vel fyrir sjá. Það varð líka raunin þegar kristindómurinn var orðinn þess megnugur að afnema þrælahald fyrir fullt og allt.

Ég skrifa þessi orð vegna þess að það er grafalvarlegt mál þegar falsspámenn villa í sífellu um fyrir þjóðinni með falsboðun sinni.

Sá sem þannig sér, heyrir, skynjar og þekkir mátt þess sem sagt er hefur þegar íklæðst hinni himnesku ímynd og er orðinn fullþroska og hefur náð vaxtartakmarki Kristsfyllingarinnar (Ef 4. 13). Sem slíkur er hann hæfur til að leiða hjörð Krists á vegi boðorða Guðs. En ef maður þekkir ekki slíkt og og hefur slíkt ekki til að bera, leiðir það í ljós að áskynjun sálar hans er ekki upplýst heldur sjúk. Honum er mun hollara að vera leiddur heldur en að leiða aðra þeim og sjálfum sér til tjóns. (Símon nýguðfræðingur).

Að lokum þetta. Hvað varðar trúarsiðfræðilega afstöðu þá hafna bæði Rómversk kaþólska kirkjan og Rétttrúnaðarkirkjurnar því alfarið að jafnvel svo mikið sem blessa samlíf samkynhneigðra af þeim sökum, að ekki sé unnt að blessa það sem sé vanheilagt, það er að segja kynmök fólks af sama kyni. Trúar hinni heilögu arfleifð vísa þær til Ritningarinnar og orða Tólfpostulakenningarinnar (Didache), fyrsta trúfræðslukvers kirkjunnar: Þú skalt ekki iðka kynvillu! Tólfpostualakenningin var tekin saman á árabilinu 60 til 120 e. Kr. Því er gleðilegt að sjá að yngsti sproti kirkju Krists á jörðinni – Hvítasunnumenn – eru sínum gömlu bræðrum og systrum í trúnni hjartanlega sammála í afstöðunni til virks kynlífs fólks af sama kyni, enda leiddir áfram af Heilögum Anda, en ekki sundlunaranda mennksra hugsmíða. Dýrð sé Drottni Jesú Kristi í kirkju sinni, honum sem var er og verður um aldir alda. Amen!

14.08.06 @ 08:04
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Ég hef jafnframt farið fram á að ég verði upplýstur um að hvort einhver hafi heyrt þjóna Þjóðkirkjunnar tjá sig um rannsóknir á stofnfrumum úr myrtum börnum. Ég ítreka þá ósk mína hér aftur þar sem sá grunur minn verður stöðugt ágengari, að íslenska Þjóðkirkjan sé endanlega að segja skilið við samfélag kristinna manna í heiminum.

Ef til vill þurfa þeir að biðja um svo sem þriggja ára umþóttunartíma, áður en þeir mynda sér einhverja skoðun á málinu?

14.08.06 @ 11:38
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Þakka þér þessi skrif þín, Jón.

Já, hræddur er ég um, að Þjóðkirkjan sofi fram hjá þessu stofnfrumumáli (sem til stendur að flytja frumvarp um á Alþingi í haust) eða láti það nægja að hafa einn tæknikratískan líberalfulltrúa í nefnd sem átti að kanna þessi mál á liðnum vetri.

14.08.06 @ 12:58
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Blandiores in publico quam in privato (Cicero). Sic gloria ecclesiam Islandiae? (Fagurgali opinberlega sem í einkamálum, sagt um öldungardeildarþingmann sem var reikull í ráði).

14.08.06 @ 13:11