« Litaníu auðmýktarinnar5. Afstaða Páfastóls til útbreiðslu guðrækninnar á hinu Alhelga Hjarta Jesú »

13.10.06

  07:19:53, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 686 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 13. október 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 11. 15-26

En sumir þeirra sögðu: „Með fulltingi Beelsebúls, höfðingja illra anda, rekur hann út illu andana." En aðrir vildu freista hans og kröfðu hann um tákn af himni. En hann vissi hugrenningar þeirra og sagði við þá: "Hvert það ríki, sem er sjálfu sér sundurþykkt, leggst í auðn, og hús fellur á hús. Sé nú Satan sjálfum sér sundurþykkur, hvernig fær ríki hans þá staðist - fyrst þér segið, að ég reki illu andana út með fulltingi Beelsebúls? En reki ég illu andana út með fulltingi Beelsebúls, með hverju reka þá yðar menn þá út? Því skulu þeir vera dómarar yðar. En ef ég rek illu andana út með fingri Guðs, þá er Guðs ríki þegar yfir yður komið. Þegar sterkur maður, alvopnaður, varðveitir hús sitt, þá er allt í friði, sem hann á, en ráðist annar honum sterkari á hann og sigri hann, tekur sá alvæpni hans, er hann treysti á, og skiptir herfanginu. Hver sem er ekki með mér, er á móti mér, og hver sem safnar ekki saman með mér, hann sundurdreifir. Þegar óhreinn andi fer út af manni, reikar hann um eyðihrjóstur og leitar hælis. Og er hann finnur það ekki, segir hann: ,Ég vil hverfa aftur í hús mitt, þaðan sem ég fór.' Og er hann kemur og finnur það sópað og prýtt, fer hann og tekur með sér sjö aðra anda sér verri, og þeir fara inn og setjast þar að, og verður svo hlutur þess manns verri eftir en áður."
Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Margaret Marie Alacoque (1647-1690), boðbera náðar hins Alhelga Hjarta Jesú. Hugleiðing dagsins: Heil. Íreneus frá Lyon (um 130-208), biskup, guðfræðingur og píslarvottur. Gegn villutrú IV. 39, 2: Fingur Guðs

Persóna mannsins er sambland sálar og holds, holds sem skapað var í mynd Guðs og tvær hendur Guðs mótuðu, það er að segja Sonurinn og Andinn. Það er við þá sem hann sagði: „Vér viljum gjöra manninn eftir vorri mynd, líkan oss (1M 1. 16).

En hvernig gætir þú guðsgjörst ef þú hefðir ekki verið skapaður sem maður? Hvernig gætir þú orðið fullkominn, ef þú hefðir einungis verið skapaður? Hvernig muntu verða ódauðlegur, ef þú hefur ekki óhlýðnast Skapara þínum í öðru dauðlegu eðli. Þar sem þú ert handverk Guðs skaltu bíða þolinmóður eftir að listamaðurinn hefji sitt verk sem gerir allt í fyllingu tímans. Berðu fram fyrir hann hrokafullt hjarta fullt fjandskapar og horfðu til þeirrar myndar sem listamaðurinn gaf þér þar sem þú berð í þér vatnið sem streymir frá honum. Að öðrum kosti yrðir þú harðúðugur og hafnaðir þeim fingrarförum sem hann markar þig með.

Ef þú gefur honum tækifæri til að móta þig muntu rísa upp til fullkomleikans vegna þess að í þessari listaiðju Guðs hylst leirinn í þér sjónum. Hann hefur skapað verund þína. En ef þú verður harðúðugur og hafnar listrænni sköpun hans og gerist sekur um óánægju vegna þess að hann skapaði þig sem mennska veru, þá hefur þú ekki einungis hafnað listasmíð Guðs, heldur sjálfu lífinu. Það er sjálft eðli gæsku Guðs að móta og það er í eðli mannsins að verða mótaður. Ef þú gefst honum á vald með því að bera þig fram fyrir hann í trú og auðmýkt muntu njóta listrænna fingra hans og verða fullkomið verk Guðs. Ef þú berst hins vegar gegn honum og leggur á flótta undan höndum hans, þá er orsök ófullkomleika þíns að leita í þér sjálfum sem hlýðnaðist ekki, en ekki í honum.

© Bræðralag kristinna trúarkenninga

VEFRIT KARMELS:
http://tabernacleoftheheart.com/Vefrit_Karmels/Greinar%20og%20skrif/Ritningarlestrar/Inngangur/Inngangur.html

No feedback yet