« Ritningarlesturinn 13. júlí 2006Ritningarlesturinn 11. júlí 2006 »

12.07.06

  06:55:13, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 431 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 12. júlí 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists miðvikudaginn 12. júlí er úr Matteusarguðspjalli 10. 1-7

1 Og hann kallaði til sín lærisveina sína tólf og gaf þeim vald yfir óhreinum öndum, að þeir gætu rekið þá út og læknað hvers kyns sjúkdóm og veikindi. 2 Nöfn postulanna tólf eru þessi: Fyrstur Símon, sem kallast Pétur, og Andrés bróðir hans, þá Jakob Sebedeusson og Jóhannes bróðir hans, 3 Filippus og Bartólómeus, Tómas og Matteus tollheimtumaður, Jakob Alfeusson og Taddeus, 4 Símon vandlætari og Júdas Ískaríot, sá er sveik hann. 5 Þessa tólf sendi Jesús út og mælti svo fyrir: "Haldið ekki til heiðinna manna og farið ekki í samverska borg. 6 Farið heldur til týndra sauða af Ísraelsætt. 7 Farið og prédikið: ,Himnaríki er í nánd.'

Í dag minnist kirkjan: Heilagra John Jones (um 1530-1598) og John Wall (1620-1679), tveggja fransiskana sem liðu píslarvætti í Englandi.

Hugleiðing dagsins:

Jóhannes Páll páfi II
Bæn á 35. heimsdeginum til kallana, 3. maí 1998

„Þessa tólf sendi Jesús út“

Andi eilífrar elsku
sem gengur út af Föðurnum og Syninum.
Við þökkum þér fyrir allar kallanir
til boðunarstarfa og heilagleika
sem gera kirkjunni kleift að bera ávöxt.
Við biðjum þig að halda starfi þínu áfram.
Minnstu þeirrar stundar á Hvítasunnunni
þegar þú komst yfir postulana sameinaða í bæninni
ásamt Maríu, Móðir Jesú.
Horfðu til kirkju þinnar í dag
sem þarfnast sérstaklega heilagra presta,
trúfastra og staðfastra votta náðar þinnar,
helgaðra karla og kvenna
sem ljóma í fögnuði þeirra sem lifa einungis fyrir Föðurinn,
sem gera boðunarstarf og fórn Krists að sinni,
og leggja grundvöllinn að heimi elskunnar.

Heilagi Andi, eilíf uppspretta gleði og friðar,
þú lýkur hjörtum okkar og hugum upp gagnvart köllun Guðs,
þú glæðir allar langanir eftir hinu góða,
sannleikanum og gagnvart elskunni.
Óumræðanleg andvörp þín
rísa til Föðurins úr hjarta kirkjunnar
sem berst og þjáist sökum fagnaðarerindisins.
Ljúk upp hjörtum og hugum ungra manna og kvenna,
þannig að heilagar kallanir megi blómstra
og opinbera trúfesti elsku þinnar,
svo að allir fái þekkt Krists,
hið sanna ljós sem kom í heiminn
til að veita öllum mannkyninu
fullvissu um eilíft líf. Amen.

© Bræðralag kristinna trúarkenninga

SJÁ VEFRIT KARMELS:
http://tabernacleoftheheart.com/Vefrit_Karmels/Greinar%20og%20skrif/Ritningarlestrar/Inngangur/Inngangur.html

No feedback yet