« 4. Þróun guðrækni hins Alhelga Hjarta Jesú frá dulúð til almennrar guðrækni í kirkjunni.3. Logi elsku hins Alhelga Hjarta Jesú í dulúð kirkjunnar »

11.10.06

  08:00:47, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 593 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 11. október 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr Lk 11. 1-4

Svo bar við, er Jesús var á stað einum að biðjast fyrir, að einn lærisveina hans sagði við hann, þá er hann lauk bæn sinni: „Herra, kenn þú oss að biðja, eins og Jóhannes kenndi lærisveinum sínum." En hann sagði við þá: „Þegar þér biðjist fyrir, þá segið:

Faðir,
st þitt nafn,
til komi þitt ríki,
gef oss hvern dag vort daglegt brauð.
Fyrirgef oss vorar syndir,
enda fyrirgefum vér öllum vorum skuldunautum.
Og eigi leið þú oss í freistni."

Í dag heiðrar kirkjan: Blessaða Angelu Truszkowska (1825-1899). Hugleiðing dagsins: Heil. Seraphim frá Sarov (1759-1833), rússneskur starets. Úr viðtalinu við Motovilov: „Kenn þú oss að biðja“

Það er í bæninni sem við verðum þess verðir að tala við okkar lífgefandi og miskunnsama Drottin. En við megum einungis grípa til orðanna þangað til Heilagur Andi kemur yfir okkur og veitir okkur hlutdeild í himneskri náð sinni í ákveðnum mæli og hann einn þekkir. Þegar hann vitjar okkar verðum við að hætta hinni munnlegu bæn (með orðum). Hvaða tilgangi þjóna það að biðja í helgisiðabænunum: „Kom Heilagur Andi, dvel með okkur, hreinsa okkur af allri saurgun og bjarga sálum okkar, þú sem ert sjálf gæskan“ (Úr troparíon Orþodoxakirkjunnar í upphafi tíðagjörðarinnar), þegar hann er þegar kominn í musteri sálna okkar sem þyrstir eftir komu hans og verður við auðmjúkum og elskuríkum áköllum okkar? . . .

Því er skrifað: „Verið kyrrir og viðurkennið, að ég er Guð, hátt upp hafinn meðal þjóðanna, hátt upphafinn á jörðu“ (Sl 46. 11). En þetta þýðir: Ég mun birtast og mun halda áfram að birtast sérhverjum hinna trúuðu og mun tala við hann eins og ég talaði við Adam í paradís, við Abraham og Jakob og aðra þjóna mína, Móse, Job og þeirra líka. Margir trúa því að orðin „verið kyrrir“ beri að túlka sem svo að við eigum að „vera kyrrir“ gagnvart hlutum þessa heims, það er að segja að snúa baki við öllu hinu jarðneska þegar við tölum við Guð í bæninni. Vissulega eigum við að gera það. En ég segi þér að þrátt fyrir þá staðreynd að það sé nauðsynlegt að „vera kyrrir“ í bæninni þegar við dveljum í Guði þegar Drottinn Guð, Heilagur Andi, kemur að vitja okkar og gerir sér bústað í okkur í ósegjanlegri gæsku sinni, þá verðum við einnig að „vera kyrrir“ gagnvart orðum bænarinnar, það er að segja verðum að snúa baki við sjálfum orðunum . . .

Þegar Heilagur Andi stígur niður er við hæfi að við verðum algjörlega hljóðir þannig að sálin geti heyrt með áþreifanlegum hætti og skilið boðskap hins eilífa lífs sem honum þóknast að flytja okkur. Þá dvelja sálin og hugurinn [1] í fullkominni árvekni og líkaminn er hreinn og flekklaus. Þannig var þetta á Hórebfjalli þegar Guð sté niður á Sínai vegna þess að Guð er „eyðandi eldur“ (Heb 12. 29) og ekkert sem er saurgað líkamlega eða andlega getur komist í snertingu við hann.

[1]. Rússneska orðið um: dýpsta verundardjúp mannsins, hinn æðri og andlegi skilningur.

© Bræðralag kristinna trúarkenninga

SJÁ VEFRIT KARMELS:
http://tabernacleoftheheart.com/Vefrit_Karmels/Greinar%20og%20skrif/Ritningarlestrar/Inngangur/Inngangur.html

No feedback yet