« Austurkirkjufeðurnir stóðu vörð um PáfadóminnRitningarlesturinn 9. nóvember 2006 »

10.11.06

  08:42:38, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 653 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Ritningarlesturinn 10. nóvember 2006

Heilagt guðspjall Jesú Krists í dag er úr er úr Lk 16. 1-8

Enn sagði hann við lærisveina sína: „Maður nokkur ríkur hafði ráðsmann, og var sá sakaður við hann um það, að hann sóaði eigum hans. Hann kallaði hann fyrir sig og sagði við hann: ,Hvað er þetta, er ég heyri um þig? Gjör reikningsskil ráðsmennsku þinnar, því þú getur ekki verið ráðsmaður lengur.' Ráðsmaðurinn sagði þá við sjálfan sig: ,Hvað á ég að gjöra, fyrst húsbóndi minn sviptir mig ráðsmennskunni? Ekki orka ég að grafa og skömm þykir mér að betla. Nú sé ég, hvað ég gjöri, til þess að menn taki við mér í hús sín, þegar ég verð sviptur ráðsmennskunni.' Hann kallaði nú á skuldunauta húsbónda síns, hvern og einn. Við þann fyrsta sagði hann: ,Hve mikið skuldar þú húsbónda mínum?' Hann svaraði: ,Hundrað kvartil viðsmjörs.' Hann mælti þá við hann: ,Tak skuldabréf þitt, set þig niður og skrifa sem skjótast fimmtíu.' Síðan sagði hann við annan: ,En hvað skuldar þú?' Hann svaraði: ,Hundrað tunnur hveitis.' Og hann sagði honum: ,Tak þú skuldabréf þitt og skrifa áttatíu.' Og húsbóndinn hrósaði rangláta ráðsmanninum fyrir að hafa breytt kænlega. Því að börn þessa heims eru kænni í skiptum við sína kynslóð en börn ljóssins.
Í dag heiðrar kirkjan: Heil. Leó páfa hinn mikla (d. 461). Hugleiðing dagsins: Heil. Silúan starets frá Aþosfjalli (1866-1938). Um bænina: Öllum í þessum heimi er falið eitthvað ákveðið hlutverk á hendur

Elskan glæðir hina óaflátanlegu bæn en hún glatast sökum dómhörku, hégómatals og ístöðuleysis. Sá sem elskar Guð verður að láta hugsanir sýnar snúast um hann á degi sem nóttu vegna þess að engin skyldustörf geta staðið í vegi fyrir því að elska Guð. Postularnir elskuðu Drottin og heimurinn truflaði þá ekki, þrátt fyrir að þeir gleymdu ekki heiminum og bæðu fyrir honum og predikuðu. Sagt var við Arseníus hinn mikla að hann ætti að „forðastu fólk“, en Andi Guðs er einnig í eyðimörkinni og hann kennir okkur að biðja fyrir mönnunum og öllum heiminum.

Öllum í þessum heimi er falið eitthvað ákveðið hlutverk á hendur: Einn er konung, annar patríarki, matsveinn, smiður eða kennari. En Drottinn elskar alla menn og mikils er krafist af þeim sem elskar Guð mikið. Drottinn gaf okkur boðorðið um að elska Guð af öllu hjarta, huga og sálu. En hvernig getum við elskað án þess að biðja? Af þessum sökum verða hugir og hjörtu mannanna sífellt að njóta frelsis bænarinnar.

Þegar við elskum einhvern þráum við að hugsa um hann, tala um hann og viljum dvelja í návist hans. Og sálin elskar Drottin eins og Föður sinn og Skapara og hún dvelur hjá honum í ótta og elsku: Í ótta vegna þess að hann er Drottinn og í elsku vegna þess að sálin þekkir hann sem Föður sinn. Hann er miskunnsamur og náð hann ljúfari öllu öðru.

Ég veit það sjálfur að bænin er auðveld vegna þess að náð Guðs kemur okkur til hjálpar. Drottinn elskar okkur og leyfir okkur að dvelja með sér í bæninni. Mig brestur orð til að lýsa því hversu heitt Drottinn elskar okkur. Við lærum að þekkja þessa elsku í bæninni og sál þess sem biður þekkir Heilagan Anda.

© Bræðralag kristinna trúarkenninga

VEFRIT KARMELS:
http://tabernacleoftheheart.com/Vefrit_Karmels/Greinar%20og%20skrif/Ritningarlestrar/Inngangur/Inngangur.html

No feedback yet