« Tók Ísland að byggjast í upphafi fimmtu aldar?Faðirvorið og hin yfirskilvitlega og innblásna bæn náðar Guðs »

06.03.06

  08:10:04, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 536 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Að hugga volaðan náunga í nauðsynjum

Heilagt guðspjall Jesú Krists hinn 6. mars er úr hl. Matteusi 25. 31-46.

Þegar Mannssonurinn kemur í dýrð sinni og allir englar hans með honum, þá mun hann sitja í dýrðarhásæti sínu. Allar þjóðir munu safnast frammi fyrir honum, og hann mun skilja hvern frá öðrum, eins og hirðir sauði frá höfrum. Sauðunum skipar hann sér til hægri handar, en höfrunum til vinstri. Og þá mun konungurinn segja við þá til hægri: „Komið þér, hinir blessuðu Föður míns, og takið að erfð ríkið, sem yður var búið frá grundvöllun heims. Því að hungraður var ég, og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég, og þér hýstuð mig, nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég, og þér komuð til mín.

Þá munu þeir réttlátu segja: „Herra, hvenær sáum vér þig hungraðan og gáfum þér að eta eða þyrstan og gáfum þér að drekka?“ Hvenær sáum við þig gestkomandi og hýstum þig, nakinn og klæddum þig? Og hvenær sáum við þig sjúkan eða í fangelsi og komum til þín?“ Konungurinn mun þá svara þeim: „Sannlega segi ég yður, það allt, sem þér gjörið einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér.

Síðan mun hann segja við þá til vinstri handar: „Farið frá mér, bölvaðir, í þann eilífa eld, sem búinn er djöflinum og árum hans. Því hungraður var ég, en þér gáfuð mér ekki að eta, þyrstur var ég, en þér gáfuð mér ekki að drekka, gestur var ég, en þér hýstuð mig ekki, nakinn, en þér klædduð mig ekki, ég var sjúkur og í fangelsi, en ekki vitjuðuð þér mín.

Þá munu þeir svara: „Herra, hvenær sáum vér þig hungraðan eða þyrstan, gestkominn eða nakinn, sjúkan eða í fangelsi, og hjálpuðum þér ekki? Hann mun þá svara þeim: „Sannlega segi ég yður: Það allt sem þér gjörðuð ekki einum hinna minnstu bræðra minna, það hafið þér heldur ekki gjört mér. Og þeir munu fara til eilífrar refsingar, en hinir réttlátu til eilífs lífs.

Að hugga volaðan náunga í nauðsynjum
Gott er að gefa til kirkna, en betra er að hugga volaðan náunga í nauðsynjum sínum. Því að kirkjur farnast með heimi, en andir manna fyrirfarast aldregi. Ef vér viljum vera musteri Heilags Anda, þá skulum vér þvílíka miskunn veita þurföndum náungum sem kirkjan veitir oss [að gefa brauðið] . . . Ef vér höldum með slíkum áhuga stundlega hátíð á jörðu, þá munum vér eignast eilífa hátíð á himni með Lausnera órum, Drottni Jesú Kristi, þeim er lifir og ríkir með Feður (Föður) og Anda Helgum per omnia secula seculorum. Amen. [1].

[1]. Hómilíubók, bls. 152-152.

No feedback yet