« 12. Fyrstu föstudaga tilbeiðslan11. Hin tólf heiti okkar frammi fyrir hinu Alhelga Hjarta Jesú í Guðslíkamahúsinu. »

20.10.06

  13:45:15, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 145 orð  
Flokkur: Vefrit Karmels

„Logi elsku hins Flekklausa Hjarta Maríu“ kominn á íslensku.

Hid Flekklausa hjarta

Nú er rit Erzsebetar Szanto „Logi elsku hins Flekklausa Hjarta Maríu“ komið út á Vefrit Karmels á pfd formati.

BÆN TIL AÐ GLÆÐA LOGA ELSKUNNAR

Með persónulegu samþykki Páls páfa VI
Nóvember 1973

Af barnslegri trú áköllum við þig María mey svo að logi elsku hins Flekklausa Hjarta þíns sem Heilagur Andi hefur glætt tendri í vanmegna hjörtum okkar eld fullkominnar elsku á Guði og öllu mannkyninu, þannig að við elskum Guð og náunga okkar af einu hjarta ásamt þér.

Hjálpaðu okkur til að miðla þessum heilaga loga til allra manna sem hafa góðan vilja svo að logi elskunnar slökkvi eld hatursins alls staðar á jörðinni, þannig að Jesús, Konungur friðarins, verði einnig Konungur allra hjartna í sakramenti elsku sinnar á hásæti hjartna okkar. Amen.

TENGILL

2 athugasemdir

Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Til hamingju, bróðir Jón. Þú sendir hér frá þér mikið stórvirki, til viðbótar við allt annað sem frá þér hefur komið á vefrit Karmels. Ekki hef ég haft tækifæri til að gera meira en rétt glugga í verkið, en augljóst er, hve alhelgaður þú ert þessu verkefni að miðla til okkar andlegum ritum úr hinum dýrmæta sjóði kirkjunnar. Guð blessi allt það starf þitt og lesendur þína.

20.10.06 @ 19:02
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Til hamingju Jón! Ég var að renna yfir þetta í gærkvöldi og bæði er lesningin áhugaverð og ekki spillir hvað þýðingin er á góðu máli.

21.10.06 @ 19:36